Þemaverkefni um sólkerfið (Biophilia Moon appið)

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Rocket clouds
Þemaverkefni um sólkerfið (Biophilia Moon appið) by Mind Map: Þemaverkefni um sólkerfið (Biophilia Moon appið)

1. Náttúrufræði, stærðfræði, listgreinar og upplýsingatækni

1.1. Hópavinnuverkefni fyrir nemendur á unglingastigi.

1.1.1. Þemaverkefnið nýtur innblásturs frá appinu Moon í Biophiliu og er nýtt sem kveikja að stóru þemaverkefni sem samþættir náttúrufræði, stærðfræði, upplýsingatækni og listgreinar.

1.1.1.1. Hver hópur fær úthlutað eitt viðfangsefni; sjávarföll, hreyfingar tunglsins, sólarinnar og jarðarinnar, kvartilaskipti tunglsins, geimferðir og svarthol.

1.1.1.1.1. Nemendur fá frjálsar hendur hvað varðar útfærslu á verkefninu, en þær skyldur sem nemendur þurfa að hafa í huga við gerð verkefnisins eru eftirfarandi: - Að nemendur fjalli fræðilega um verkefnið og vitni á réttan hátt í viðeigandi og áreiðanlegar heimildir. -Að nemendur skapi eitthvað. -Að nemendur sýni fram á samvinnu innan hópsins og að allir hafa tekið þátt. -Að nemendur séu með skipulagðar og frumlegar kynningar. -Að nemendur útskýri eitthvað fyrirbæri á tungumáli stærðfræðinnar, t.d. með því að skýra hlutföll og hreyfingar.

2. Hæfniviðmið Aðalnámskrár grunnskóla

2.1. Stærðfræði

2.1.1. ...rannsakað, sett fram á skipulegan hátt og rökrætt með það að markmiði að alhæfa um stærðfræðileg efni.

2.1.1.1. ...undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni.

2.1.1.1.1. ...undirbúið og flutt munnlegar kynningar og skrifað texta um eigin vinnu með stærðfræði, m.a. með því að nota upplýsingatækni.

2.2. Náttúrufræði

2.2.1. ...lesið texta um náttúrufræði sér til gagns, umorðað hann og túlkað myndefni honum tengt.

2.2.1.1. ...aflað sér upplýsinga um náttúruvísindi úr heimildum íslensku og erlendum málum.

2.2.1.1.1. ...kannað áreiðanleika heimilda með því að nota hand- og fræðibækur, Netið og aðrar upplýsingaveitur.

2.3. Upplýsingatækni

2.3.1. ...nýtt upplýsingaverið á fjölbreyttan hátt til þekkingaröflunar og miðlunar.

2.3.1.1. ...unnið á skapandi og gagnrýninn hátt, sjálfstætt og með öðrum.

2.4. Listgreinar

2.4.1. ...tekið þátt í tónsköpun af einhverju tagi, s.s. kórsöng eða samspili sjálfum sér og öðrum til ánægju.

2.4.1.1. ...notað algeng tæki, hljóðfæri, rödd og forrit til að skapa eigin tónsmíð og / eða hljóðverk.

3. Grunnþættir menntunar

3.1. Sköpun

3.1.1. Þemaverkefnið krefst þess að nemendur uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Verkefnið leggur áherslu á að nemendur reyna að finna það óorðna og framkvæma það.

3.2. Læsi

3.2.1. Læsi er mikilvægur þáttur innan verkefnisins. Nemendur þurfa að sýna þá hæfni að geta t.d. lesið sér til gagns, skrifað og tjáð sig með viðeigandi hætti.

3.3. Lýðræði

3.3.1. Verkefnið tekur tilltil til mismunandi þarfa og áhuga nemenda. Í verfkefnavinnunni er lögð rík áhersla á að nemendur fái tækifæri á að rækta sína hæfileika, en á sama tíma skal ríkja lýðræði innan hópsins. Einnig skulu nemendur bera ábyrgð á sínum verkefnum og skyldum.

4. Námsbrunnur

4.1. Stjörnufræði

4.2. Giant Leaps: A Powers of Ten Journey Of The Universe — Simulating the Universe

4.3. https://scaleofuniverse.com/

4.4. Námsbækur og fleira efni á netinu.