Drög að geðheilbrigðisstefnu 2 (Athugasemdir og frekari rökstuðningur)

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Rocket clouds
Drög að geðheilbrigðisstefnu 2 (Athugasemdir og frekari rökstuðningur) by Mind Map: Drög að geðheilbrigðisstefnu 2 (Athugasemdir og frekari rökstuðningur)

1. 1. Formáli

1.1. Um forsendur sem lágu frumvarpinu til grundvallar

1.1.1. Erindisbréf

1.1.1.1. "Vinna við mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaáætlunar til fjögurra ára byggir á þingsályktun sem var samþykkt á vorþingi 2014. Stýrihópur var skipaður með erindisbréfi, dagsettu 22.07.2014, til að hafa umsjón með verkefninu og þriggja manna verkefnisstjórn sett á fót innan velferðarráðuneytisins." (9)

1.1.2. Áhersla á samráð í vinnslu frumvarpsinns (Reglulegt samráð)

1.1.2.1. "Í skipunarbréfi til fulltrúa kemur fram að stýrihópurinn skuli: vinna stefnuna í samráði við hagsmunaaðila. Meðal annars skal halda samráðsfund í haustbyrjun með hagsmunaaðilum og síðan upplýsa þá reglulega um framvindu verksins og leita samráðs til að stefnan taki sem best mið af þörfum samfélagsins vegna geðheilbrigðis og byggi á fjölþættri þekkingu. Settir verði saman undirhópar um afmörkuð verkefni eftir þörfum. Hópurinn skal taka mið af vinnu sem þegar hefur verið unnin til undirbúnings stefnumótunar á þessu sviði." (9)

1.1.3. Kynningarfundur um frumvarpið 17 október - skipting í hópa og efnisflokka

1.1.3.1. "Opinn kynningarfundur var haldinn 17. október þar sem verklag var kynnt og fundarmenn beðnir um að koma með ábendingar um að hverju þyrfti helst að huga varðandi þá vinnu sem framundan væri. Settir voru á fót fimm undirhópar sem fengu það hlutverk að fjalla nánar um einstaka efnisflokka sem eru ræddir í þingsályktunartillögunni: Geðrækt, forvarnir, greiningu, meðferð og samstarf í nærumhverfi, viðkvæma hópa og geðfatlað fólk og fordóma." (9)

1.1.3.2. "Var þessi hópaskipan viðhöfð með tilliti til þeirrar þingsályktunar sem vinna stýrihópsins byggðist á. Í hópunum störfuðu á milli 30 og 40 þátttakendur auk fjölda hagsmunaðila sem boðið var á fundi. Einnig voru sendir spurningalistar til lykilaðila varðandi ákveðna viðkvæma hópa. Var þessi háttur hafður á þar sem tíminn til að vinna verkið var ekki lengri en raun ber vitni." (9)

1.1.4. Heimildir, sáttmálar og gögn sem voru höfð til hliðsjónar

1.1.4.1. Erlendar

1.1.4.1.1. "Í vinnu stýrihópsins voru þeir alþjóðlegu mannréttindasáttmálar sem Ísland er aðili að hafðirtil hliðsjónar.

1.1.4.1.2. Tillögurnar taka mið af stefnu WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, í geðheilbrigðismálum til ársins 2020,

1.1.4.1.3. Helsinki yfirlýsingu WHO frá 2005 og ályktun þings Evrópusambandsins um geðheilbrigðismál frá 2009 (Evrópuþingið, 2009)

1.1.4.1.4. Einnig var stuðst við rit Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um fyrirbyggingu sjálfsvíga.

1.1.4.1.5. Þá var stefna OECD varðandi geðheilsuvanda fólks á vinnumarkaði, Sick on the job?, (OECD, 2011) og ný skýrsla frá OECD, Fit Mind, Fit Job, einnig hafðar til hliðsjónar (OECD, Fit Mind, Fit Job: From Evidence to Practice in Mental Health and Work, 2015). " (9)

1.1.4.2. Íslenskar

1.1.4.2.1. "Einnig var farið yfir ýmsar skýrslur sem unnar hafa verið um geðheilbrigðismál á Íslandi.

1.1.4.2.2. Má þar nefna heilbrigðisáætlun til ársins 2010 (Alþingi, 2001)

1.1.4.2.3. , tillögu um samhæfingu í málefnum barna með geðheilsuvanda frá árinu 2004 (Kristján Már Magnússon, 2004), ábendingar nefndar heilbrigðisráðherra um skipulag heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga með geðheilsuvanda frá 2005,

1.1.4.2.4. drög að óbirtum tillögum samstarfshóps á vegum Evrópusambandsins um geðheilbrigðismál barna og framkvæmdaáætlun í málefnum geðfatlaðs fólks 2005. (9 - 10)."

2. 2. Um geðheilsu.

2.1. Skilgreining WHO á geðheilsu

2.1.1. "Í skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á geðheilbrigði felst að einstaklingar búa við vellíðan sem gerir þeim kleift að takast á við það álag sem fylgir þátttöku í samfélaginu, nýta hæfileika sína, njóta sín í leik og starfi og leggja sitt af mörkum til samfélagsins."(10)

2.2. Almennt um geðheilsuvanda og hugtakanotkun - óljóst

2.2.1. Fátt bendir til að alvarlegar geðraskannir færist í vöxt

2.2.1.1. "Geðheilsuvandi hefur orðið sýnilegri í samfélaginu á undanförnum árum en þó virðist fátt benda til þess að alvarlegar geðraskanir færist í vöxt (OECD, 2011). Fáir átta sig samt á því hve algengar geðraskanir eru. Þær snerta í raun allar fjölskyldur beint eða óbeint einhvern tíma á lífsleiðinni." (10)

2.2.2. Um hugtakanotknu skýrslunnar

2.2.2.1. "Hugtakið geðraskanir (e. mental disorders: Diagnostic and Statistic Manual of Mental Disorders, 5th edition 2013) er hér notað í senn um alvarlega geðsjúkdóma, sem geta haft í för með sér mikla skerðingu á starfsgetu og getu til athafna daglegs lífs, sem og um vægari geðræn vandamál sem hafa áhrif á lífsgæði fólks án þess að valda það mikilli skerðingu að einstaklingar nái ekki að starfa á almennum vinnumarkaði." *(10)

2.3. Faraldsfræðilegar upplýsingar

2.3.1. Faraldsfræðilegar rannsóknir í hinum vestræna heimi hafa sýnt að um 250 af hverjum 1000 þjást ár hvert af geðröskun sem veldur erfiðleikum í daglegu lífi (David Goldberg og Ian Goodyer, 2005). Þunglyndi í einhverri mynd vegur þar þyngst og fer byrði þess vaxandi meðal vestrænna þjóða. Fari fram sem horfir mun þunglyndi vega einna þyngst allra sjúkdóma í heiminum í útgjöldum til heilbrigðis- og félagsmála árið 2020. Í nýlegri rannsókn, the Global Burden of Disease Study 2010, var áætlað að þunglyndi ylli næstmestri fötlun allra sjúkdóma á heimsvísu (years lived with disability, YLD) eða 8,2% (5,9%–10,8%) auk þess að hafa bein áhrif á sjálfsvígshættu og auka hættu á kransæðasjúkdómum (Ferrari, Charlson, Norman et al, 2013). (11) - ósamræmi við fullyrðingu á bls. 10

2.3.2. Almennt um útbreiðslu geðraskanna - sérstaða þunglyndis

2.4. Um veitingu þjónustu - mikilvægar upplýsingar (óljós rök)

2.4.1. "Aðeins 5–10% af þeim mikla fjölda sem þjáist af geðröskunum geta fengið annars og þriðja stigs þjónustu í hverju landi. Þungi greiningar og meðferðar verður því óhjákvæmilega að vera í fyrsta stigs þjónustu, þ.e. hjá heilsugæslu og í tengslum við félagsþjónustu og skóla (David Goldberg og Ian Goodyer, 2005)." (11)

2.5. Geðheilsa og vinnumarkaðurinn (- þörf á viðmiðum varðandi það hvernig á að taka á málum)

2.5.1. "Flestir fullorðnir sem glíma við geðraskanir eru starfandi á vinnumarkaði. Hjá meiri hluta þeirra er geðheilsuvandi ekki það alvarleg byrði að þeir verði að hverfa af vinnumarkaði. Tímabundin fjarvera úr vinnu er þó mun meiri meðal fólks með geðraskanir en annarra og veikindadagarnir fleiri. Því er brýnt að gripið sé til aðgerða sem styðja fljótt og vel fólk sem veikist af lyndisröskunum og kvíða sem skerða starfsgetu og gera því þannig kleift að snúa sem fyrst aftur til starfa og/eða náms. Í skýrslu OECD er lögð áhersla á að með greiðu aðgengi að slíkum stuðningi séu í flestum tilvikum góðar líkur á að hægt sé að koma í veg fyrir að geðheilsubrestur valdi örorku (OECD, 2011)."

2.6. Ábendingar um fyrirbyggjandi aðgerðir (óljóst)

2.6.1. "Til eru fyrirbyggjandi aðgerðir sem hafa áhrif á þróun algengra geðraskana. Sannreyndar hafa verið aðferðir til að draga úr hættu á þróun þunglyndis. Í ljósi þess að þunglyndi fer vaxandi þarf að leggja sérstaka áherslu á að draga úr tíðni þess. Til eru úrræði sem draga verulega úr hættu á að unglingar og ungt fólk með væg þunglyndiseinkenni þrói með sér alvarlegt þunglyndi (Arnarson & Craighead, 2011)." (11)

2.7. Tengsl geðraskanna og fíknisjúkdóma (frekari upplýsingar um vinnu Velferðarráðuneytis varðandi aðgerðaráætlun um áfengis og vímuvanda væru gagnlegar)

2.7.1. "Þeir sem glíma við geðraskanir eru í meiri áhættu en aðrir á að þróa með sér fíknisjúkdóma og á hinn bóginn eykur regluleg notkun vímugjafa hættuna á geðröskunum, sem gerir stöðuna enn flóknari og erfiðari við að eiga. Þar sem þingsályktunin, sem er tilefni ofangreindra tillagna, fjallar ekki um vímugjafa og tengsl þeirra við geðheilsuvanda þá verður ekki fjallað um þau mál hér sérstaklega. Sú samvinna milli kerfa sem lögð er til mun koma börnum og fullorðnum með þennan tvíþætta vanda til góða. Þess ber einnig að geta að í velferðarráðuneytinu er unnið að aðgerðaáætlun vegna áfengis- og vímuvanda. (11 - 12)"

2.8. Lokasamantekt (Vantar meira um aðgerðir varðandi síðustu setninguna)

2.8.1. "Geðraskanir eru afar þungbærar þeim sem við þær glíma, fjölskyldum þeirra og nærumhverfi. Þær eru einnig afar kostnaðarsamar fyrir einstaklinga og samfélag. Því er nauðsynlegt að tryggja meðferð og öryggi þeirra sem veikastir eru. " (12)

3. 3. Almennt um þjónustu við fólk með geðraskanir á Íslandi.

3.1. Skipulag.

3.1.1. Um grunnskiptingu landsinns í 7 heilbrigðisumdæmi

3.1.1.1. "Íslandi er skipt upp í skipulags- og þjónustusvæði sem geta verið breytileg eftir málaflokkum. Löggæsluumdæmi eru átta talsins. Í lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, er kveðið á um grunnskipulag heilbrigðisþjónustunnar og um skiptingu landsins í sjö heilbrigðisumdæmi." (12)

3.1.2. Lög um málefni fatlaðs fólks - Þjónustusvæði heilbrigðisþjónustu

3.1.2.1. Samkvæmt lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðs fólks, er kveðið á um að sveitarfélög beri ábyrgð á framkvæmd og skipulagi þjónustu við fatlað fólk og að landinu skuli skipt upp í þjónustusvæði þar sem að lágmarki séu 8.000 íbúar. Til að ná þessum fjölda gera minni sveitarfélög með sér samkomulag um að standa sameiginlega að þjónustu eða minni sveitarfélög gera samkomulag við stærri um að þau veiti fötluðu fólki þjónustu fyrir þeirra hönd. Þjónustusvæðin samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks eru 15 talsins. (12)

3.1.3. Aðkoma félagsþjónustu

3.1.3.1. "Félagsþjónusta sveitarfélaga um allt land veitir einnig fólki með geðraskanir þjónustu eins og öðrum íbúum sem þurfa á þjónustu sveitarfélags að halda. Ýmist er félagsþjónustan rekin af einstökum sveitarfélögum eða í samvinnu sveitarfélaga. Félagsþjónustusvæðin eru 31 talsins." (12)

3.1.4. Tillaga um að samræma stjórnsýslu og þjónustuumdæmi varðandi geðheilbrigðismál

3.1.4.1. "Full ástæða er til að athuga hvort ávinningur væri fólginn í að samræma betur þau þjónustusvæði og stjórnsýsluumdæmi mismunandi sviða sem öll koma á einhvern hátt að málefnum sem varða geðheilsu landsmanna." (12)

3.2. Almennt um þjónustu.

3.2.1. Aðkoma heilbrigðisstofnanna

3.2.1.1. "Heilbrigðisstofnanir sem veita almenna heilbrigðisþjónustu í hverju umdæmi eiga samkvæmt lögunum að hafa með sér samstarf um skipulag heilbrigðisþjónustu á viðkomandi svæði. Íbúafjöldi umdæmanna er misjafn og mismikið framboð er af þjónustu við fólk með geðheilsuvanda eftir svæðum." (12)

3.2.2. Aðkoma heilsugæslu

3.2.2.1. "Í heilsugæslu um allt land veita læknar og hjúkrunarfræðingar fólki með geðraskanir grunnheilbrigðisþjónustu eins og öðrum sjúklingum sem þangað leita. Fáeinir sálfræðingar starfa einnig í grunnheilbrigðisþjónustu en mikið vantar á að þjónusta þeirra standi almennt til boða á heilsugæslustöðvum." (12)

3.2.3. Þjónusta við börn

3.2.3.1. Þroska og hegðunarstöð (ÞHS)

3.2.3.1.1. "Innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er starfrækt Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) sem sinnir greiningum og ráðgjöf vegna barna sem glíma við frávik eða aðra erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Stöðin sinnir börnum frá öllu landinu." (13)

3.2.3.2. Barnaverndarstofa

3.2.3.2.1. MST-fjölkerfameðferð

3.2.3.2.2. PMTO - FORELDRAFÆRNI

3.2.3.2.3. Meðferðarheimili

3.2.4. Geðræktarmiðstöðvar

3.2.4.1. "Víða um land eru starfræktar geðræktarmiðstöðvar sem eru hugsaðar fyrir breiðan hóp fólks og er bæði um að ræða félagsskap, dagdvöl og einnig sums staðar markvissa þjálfun. Markmiðið er m.a. að rjúfa félagslega einangrun og draga úr innlögnum á geðdeildir. Sem dæmi má nefna Hver á Akranesi, Setrið í Norðurþingi, Lautina og Grófina á Akureyri og Vin í Reykjavík." (13)

3.2.4.2. "Oftast eru þessi úrræði rekin af sveitarfélögum, stundum með aðkomu heilbrigðisstofnana og oft með fjárframlögum frá Vinnumálastofnun. Rauði krossinn á Íslandi hefur víða haft aðkomu að þessum úrræðum." (13)

3.2.5. Aðkoma sveitarfélaga að sálfræðiþjónustu

3.2.5.1. "Þá starfa sálfræðingar víða hjá sveitarfélögum, bæði í skólaþjónustu og félagsþjónustu. Víða taka sveitarfélög þátt í kostnaði við sálfræðiþjónustu við einstaklinga og fjölskyldur með lágar tekjur." (13)

3.2.6. Virk

3.2.6.1. "Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK er sá aðili sem fjármagnar atvinnutengda starfsendurhæfingu í dag samkvæmt lögum nr. 60/2012, um atvinnutengda starfsendurhæfingu og rekstur starfsendurhæfingarsjóða, og er fjármagnaður með framlögum sem nema 0,39% af launum allra á vinnumarkaði. VIRK er sjálfseignarfélag undir stjórn atvinnurekenda og launþegasamtaka á almennum og opinberum vinnumarkaði svo og Landssamtaka lífeyrissjóða. Fólk með geðheilsubrest fær þjónustu á vegum VIRK uppfylli það skilyrði laga um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða." (13 - 14)

3.2.7. Almennt um aðgengi að þjónustu

3.2.7.1. Mest framboð af úrræðum á Höfuðborgarsvæðinu

3.2.7.1.1. "Framboð og aðgengi að sérhæfðum úrræðum og þjónustu fyrir börn og fullorðna með geðheilsuvanda og fjölskyldur þeirra er misjafnt eftir landssvæðum og eins og við má búast eru þau flest og fjölbreyttust á höfuðborgarsvæðinu þar sem mannfjöldinn er mestur." (14)

3.2.7.2. Hlutfall skatttekna til Velferðarþjónustu

3.2.7.2.1. Akureyrarbær er það sveitarfélag á landinu sem ver hæsta hlutfalli skatttekna til velferðarþjónustu, 85,5%, og Reykjavíkurborg fylgir fast á eftir með 84,1%. Mosfellsbær og Árborg verja einnig yfir 80% tekna til velferðarþjónustu. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg skera sig úr öðrum sveitarfélögum varðandi framlög til félagsþjónustu og nota hvort um sig nálægt 25% af tekjum til félagþjónustu. Næst þar á eftir kemur Mosfellsbær með 20,7% en önnur sveitarfélög koma þar talsvert á eftir (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2013).

3.3. Þjónusta eftir landshlutum

3.3.1. Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 208.752 íbúar.

3.3.1.1. LSH

3.3.1.1.1. "Þjónusta við fólk með geðheilsuvanda er veitt af heilbrigðiskerfinu á geðsviði Landspítala (LSH) þar sem eru starfræktar legudeildir, dagdeildir og göngudeildir. Landspítalinn sinnir þjónustu við alla landsmenn en er staðsettur í Reykjavík. Landspítali rekur einnig samfélagsgeðteymi fyrir langveika einstaklinga með alvarlega geðrofssjúkdóma." (14)

3.3.1.2. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

3.3.1.2.1. Sálfræðiþjónusta

3.3.1.2.2. Geðheilsa-eftirfylgd

3.3.1.2.3. Meðferðarteymi við heilsugæslustöðina í Grafarvogshverfi

3.3.1.3. Velferðarsviði Reykjavíkurborgar

3.3.1.3.1. Geðheilsustöð Breiðholts.

3.3.1.3.2. Búsetuúrræði

3.3.1.3.3. Utankjarnaþjónusta

3.3.1.4. Vettvangsgeðteymi - Velferðarsvið/LSH

3.3.1.4.1. Í samvinnu Reykjavíkurborgar og LSH er rekið vettvangsteymi fyrir fólk með geðraskanir.

3.3.1.5. Önnur þjónusta Reykjavíkurborgar sem ekki er gerð grein fyrir

3.3.1.5.1. Reykjavíkurborg veitir fólki með geðraskanir margvíslega þjónustu og ver næst hæsta hlutfalli tekna til velferðarþjónustu af öllum sveitarfélögum landsins (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2013). Ekki er hér um tæmandi upptalningu á þjónustu að ræða.

3.3.1.6. Sjálfstætt starfsndi fagfólk

3.3.1.6.1. "Á höfuðborgarsvæðinu starfar einnig fjöldi geðlækna og sálfræðinga á eigin stofum." (14)

3.3.2. Í heilbrigðisumdæmi Norðurlands bjuggu 35.163 íbúar.

3.3.2.1. Akureyri

3.3.2.1.1. Sjúkrahússið á Akureyri (SAk)

3.3.2.1.2. Heilsugæslan á Akureyri

3.3.2.1.3. Búsetuúrræði

3.3.2.1.4. Öryggisgæsla

3.3.2.1.5. Félagsþjónusta Akureyrarbæjar, þ.m.t. barnavernd

3.3.2.1.6. Akureyrarbær er það sveitarfélag sem ver hlutfallslega hæstum fjárhæðum til velferðarþjónustu eða tæplega 86%

3.3.2.2. Skagafjörður

3.3.2.2.1. Fjölskyldusvið

3.3.2.2.2. Sjálfshjálparhópur Öryrkja (óljóst - er átt við Skagafjörð?)

3.3.2.2.3. Tölfræðileg tengsl fjárhagsaðstoðar og geðsjúkdóma (óljóst - er átt við Skagafjörð?)

3.3.2.3. Norðurþing

3.3.2.3.1. Setrið

3.3.3. Í heilbrigðisumdæmi Suðurlands bjuggu 26.253 íbúar.

3.3.3.1. Heilbrigðisstofnun suðurlands

3.3.3.1.1. "Þar hefur ekki verið skilgreint sérstakt teymi til að sinna geðheilbrigðisþjónustu við heilbrigðisstofnunina." ... ". Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) hefur óskað eftir fjárveitingum til að sinna geðheilbrigðisþjónustu, m.a. í samvinnu við Heilsustofnunina í Hveragerði en fjármagn hefur ekki fengist til verkefnisins og stofnunin ekki séð sér fært að setja slíka þjónustu á fót að óbreyttum fjárframlögum." (16)

3.3.3.2. NFLÍ

3.3.3.2.1. "Geðlæknir starfar á HNLFÍ í Hveragerði og þar starfa einnig hjúkrunarfræðingur og sálfræðingur með reynslu af meðferð geðraskana."

3.3.3.3. Sálfræðiþjónasta í Vestmannaeyjum

3.3.3.3.1. "Sálfræðingur starfar sjálfstætt í Vestmannaeyjum" (16)

3.3.3.4. Fjárframlög til Velfarðarmála á svæðinu

3.3.3.4.1. Árborg er meðal þeirra sveitarfélaga sem verja hvað hæstu hlutfalli skatttekna til velferðarmála, um 82%. Önnur sveitarfélög á svæðinu verja talsvert miklu lægra hlutfalli; Vestmannaeyjar rúmlega 64% og Hveragerði tæplega 69% (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2013). (16)

3.3.4. Í heilbrigðisumdæmi Suðurnesja bjuggu 21.560 íbúar.

3.3.4.1. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

3.3.4.1.1. Geðteymi

3.3.4.1.2. Forvarnar og meðferðarteymi barna (FMTB)

3.3.4.2. Samstarf heilbrigðis og félagsþjónustu á Suðurnesjum

3.3.4.2.1. "Mjög náið samstarf er milli heilbrigðis- og félagsþjónustu á Suðurnesjum og eftirtektarverður árangur hefur náðst á síðustu fimm árum við að byggja upp þjónustu fyrir einstaklinga með alvarlegar geðraskanir á svæðinu. Innlögnum fólks af svæðinu hefur fækkað eftir að teymið hóf starfsemi sína." (17)

3.3.4.3. Athvarf - endurhæfingarúrræði

3.3.4.3.1. "Á vegum sveitarfélagsins er rekið úrræðið Björgin sem er í senn endurhæfingarúrræði, athvarf og eftirfylgd." (17)

3.3.4.4. Hlutfall skatta til velfarðarmála

3.3.4.4.1. "Reykjanesbær ver um 65% skatttekna til velferðarþjónustu (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2013)." (17)

3.3.5. Í heilbrigðisumdæmi Vesturlands bjuggu 17.549 íbúar.

3.3.5.1. Heilbrigðisstofnun Vesturlands

3.3.5.1.1. Samstarfsverkefni fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar, Fjölbrautarskjóla Vesturlands og heilsugæslustöðvarinnar varðandi sálfræðiþjónustu unglinga

3.3.5.1.2. Samstarfsverkefni við endurhæfingarhúsið Hver

3.3.5.2. Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) - Sálfræðiþjónusta

3.3.5.2.1. "Hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS), sem er byggðasamlag allra fimm sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, starfa tveir sálfræðingar í 1,7 stg. Þjónusta þeirra er fjölbreytt, svo sem skimun á vanda, grunngreiningar ADHD og einhverfu og þroska- og hegðunarpróf. Þar sem við á er aðstoðað við útvegun frekari þjónustu. Þá er hægt að sækja um viðtöl hjá sálfræðingi sem starfar hjá FSS og er þjónustan notendum að kostnaðarlausu. Undanfarið hefur verið sett á til reynslu það fyrirkomulag að sálfræðingur félagsþjónustu sé staðsettur einn dag í viku á heilsugæslustöðvum í Grundarfirði, Stykkishólmi og Snæfellsbæ." (17)

3.3.5.3. Hlutfall skatta til velfarðarmála

3.3.5.3.1. Stærri sveitarfélög á Vesturlandi nýta um 70% (67,2–72,2) skatttekna til velferðarmála nema Stykkishólmur sem leggur 83,1% í þennan málaflokk en þar er framlag til íþrótta og æskulýðsmála um tvöfalt hærra hlutfallslega en í hinum sveitarfélögunum (Samband íslenskra sveitarfélaga, 2013). (17)

3.3.6. Í heilbrigðisumdæmi Austurlands bjuggu 10.357 íbúar.

3.3.6.1. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA)

3.3.6.1.1. Verkefnið Aðstoð við börn og ungmenni

3.3.6.1.2. Sálfræðiþjónusta

3.3.6.2. Samstarfssamningur við LHS um Ham sem rann út 2014

3.3.6.2.1. "Sálfræðingur starfar á HSA en auk þess var hugræn atferlismeðferð fyrir 15–25 manna hópa veitt á Egilsstöðum um margra ára skeið af sálfræðingum frá geðsviði Landspítala samkvæmt samningi. Sá samningur rann út 2014." (18)

3.3.6.3. Tilhögun þjónustuveitingar nú

3.3.6.3.1. "Þjónusta sveitarfélaga á Austurlandi við fólk með geðraskanir er helst í formi þjónustu inn á heimili þeirra og fá sumir þjónustu allan sólarhringinn, meðal annars með næturinnliti." (18)

3.3.6.4. Mann og geðræktarmiðstöð á Egilsstöðum

3.3.6.4.1. "Mann og geðræktarmiðstöð er rekin á Egilsstöðum fimm daga vikunnar, auk vinnustaðar með hæfingu/iðju." (18)

3.3.6.5. Þjónusta geðlækna og sálfræðinga

3.3.6.5.1. "Um tvisvar á ári kemur geðlæknir á svæðið og veitir starfsfólki handleiðslu og fræðslu. Á þessum ferðum hefur einstaklingum með geðraskanir einnig staðið til boða að fá viðtal. Einu sinni í mánuði kemur sálfræðingur til Egilsstaða og sinnir viðtölum við fólk með geðraskanir og aðstandendur fatlaðra einstaklinga. Einnig stendur starfsfólki félagsþjónustunnar til boða að nýta þjónustu hans." (18)

3.3.6.6. Samstarf heilbrigðis og félagsþjónustu

3.3.6.6.1. "Gott samstarf er milli heilbrigðiskerfis og félagsþjónustu á Austurlandi vegna málefna fólks með geðraskanir." (18)

3.3.6.7. Hlutfall skatttekna til Velferðarmála

3.3.6.7.1. "Stærri sveitarfélög á Austurlandi nota milli 70 og 80% af skatttekjum til velferðarmála (Samband íslenskra sveitarfélaga, (2013). (18)

3.3.7. Í heilbrigðisumdæmi Vestfjarða bjuggu 7.638 íbúar.

3.3.7.1. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

3.3.7.1.1. Hugræn atferlismeðferð

3.3.7.2. Samstarf heilbrigðis og félagsþjónustu á svæðinu

3.3.7.2.1. Sú samfella í uppbyggingu sem náðst hefur á Ísafirði með því að tiltekinn sálfræðingur hefur sinnt gagnreyndri meðferð í formi einstaklingsviðtala og hópmeðferðar í samstarfi við hjúkrunarfræðinga á staðnum hefur skilað sér í góðu samstarfi við heilbrigðis- og félagsþjónustu á svæðinu. (18)

3.4. Væntanleg þróun

3.4.1. Minni fordómar leiða af sér fleiri verkefni

3.4.1.1. "Vænta má að sú þróun haldi áfram á Íslandi að geðheilsuvandi verði minna feimnismál og hann verði sýnilegri en nú er og viðfangsefnum heilbrigðis- og félagsþjónustu varðandi geðheilsu fjölgi því." (18 - 19)

3.4.2. Mikilvægi öflugra forvarna meðal ungs fólks

3.4.2.1. "Takist ekki að stemma stigu við þróun geðheilsuvanda með öflugum forvörnum í bernsku og meðal ungmenna munu fleiri þurfa á stuðningi að halda sem fullorðnir einstaklingar." (19)

3.4.3. Mikilivægi stuðnings við barnafjölskyldur

3.4.3.1. "Með því að búa barnafjölskyldum góðar aðstæður og veita þeim þann stuðning sem þær þurfa við uppeldishlutverkið má draga úr hættu á þróun geðheilsuvanda." (19)

3.4.4. Mikilvægi forvarna, með vísan í atriðin að ofan og áhersla á samþætta þjónustu.

3.4.4.1. "Því er í tillögum að aðgerðum sem hér koma á eftir ein megináherslan lögð á forvarnaraðgerðir sem beinast að því að draga úr hættu á að slæm geðheilsa þróist meðal unglinga og ungra fullorðinna. Önnur megináherslan er lögð á að auka samhæfingu þjónustu og bæta aðgengi að greiningu og gagnreyndri meðferð í nærumhverfi." (19)

4. 4. Markmið og aðgerðir

4.1. 4. Markmið og aðgerðir.

4.1.1. Yfirlit

4.1.1.1. Meginmarkmið geðheilbrigðisstefnu:

4.1.1.1.1. "Aukin vellíðan og betri geðheilsa landsmanna og virkari samfélagsþátttaka einstaklinga sem glíma við geðraskanir til skemmri eða lengri tíma."(19)

4.1.1.2. Aðgerðaáætlun.

4.1.1.2.1. "Eins og fram kom hér að framan er lögð megináhersla á samþættingu þjónustu fyrir einstaklinga með geðraskanir og fjölskyldur þeirra og á geðrækt og forvarnir þar sem sjónum er sérstaklega beint að börnum og ungmennum. Einnig er hugað að ýmsum jaðarhópum og viðkvæmum lífsskeiðum eins og rætt var í þingsályktun nr. 8/143. Að lokum eru tilgreindar aðgerðir til að draga úr mismunun og fordómum. Hér á eftir er settur fram rökstuðningur fyrir aðgerðum sem tilgreindar eru í þingsályktunartillögunni." (19)

4.1.2. A. Samþætt og samfelld þjónusta við einstaklinga með geðraskanir og fjölskyldur þeirra.

4.1.2.1. Markmið:

4.1.2.1.1. Að þjónusta við einstaklinga með geðraskanir sé samþætt og samfelld.

4.1.2.2. Nánar

4.1.2.2.1. Geðheilbrigðismál á mörkum heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu

4.1.2.2.2. Samstarf við hlutaðeigandi aðila tengsl við stefnumótun

4.1.2.3. Undirmarkmið

4.1.2.3.1. A.1

4.1.2.3.2. A.2

4.1.2.3.3. A.3

4.1.2.3.4. A.4

4.1.2.3.5. A.5

4.1.2.3.6. A.6

4.1.3. B. Geðrækt og forvarnir

4.1.3.1. Markmið:

4.1.3.1.1. Að uppeldisskilyrði barna stuðli sem best að vellíðan þeirra, góðri geðheilsu og félagsfærni.

4.1.3.2. Nánar

4.1.3.2.1. Góð geðheilsa sem undirstaða lífsgæða og vellíðunnar

4.1.3.2.2. Mikilvægi þess að vel sé búið að börnum og um forvarnir tengdar heimilum og skólum.

4.1.3.2.3. Mikilvægi þess að skapa fjölskylduvænar aðstæður í íslensku samfélagi

4.1.3.2.4. Tilvísun í drög að fjölskyldustefnu

4.1.3.3. Undirmarkmið

4.1.3.3.1. B.1

4.1.3.3.2. B.2

4.1.3.3.3. B.3

4.1.3.3.4. B.4

4.1.4. C. Jaðarhópar og viðkvæm lífskeið.

4.1.4.1. Markmið:

4.1.4.1.1. Að þjónusta og stuðningur við fólk með geðheilsuvanda sé í samræmi við þarfir mismunandi hópa og fólks á öllum aldri.

4.1.4.2. Nánar

4.1.4.2.1. Tengsl þess hvernig jaðarhópum er mætt og þess hvernig samfélag við erum

4.1.4.2.2. Jaðarhópar, geðraskannir og réttlætissjónarmið

4.1.4.2.3. Réttindavakt Velferðarráðuneytisinns og fræðsla um valdeflingu og réttindi fatlaðs fólks

4.1.4.2.4. Skortur á þekkingu á fötlunum innan geðheilbrigðiskerfisinns

4.1.4.3. Undirmarkmið

4.1.4.3.1. C.1 Byggð verði upp þekking á hjúkrunarheimilum til að veita þjónustu til aldraðs fólks með geðheilsuvanda.

4.1.4.3.2. C.2 Unnið verði að því að mæta uppsafnaðri þörf geðfatlaðs fólks fyrir húsnæði og þjónustu.

4.1.4.3.3. C.3 Aukin verði þekking starfsfólks í geðheilbrigðisþjónustu á réttindum sjúklinga til túlkaþjónustu.

4.1.4.3.4. C.4 Í reglubundinni heilsufarsskoðun hælisleitenda verði lagt mat á geðheilsu þeirra.

4.1.5. D. Fordómar.

4.1.5.1. Markmið:

4.1.5.1.1. Að einstaklingum á Íslandi verði ekki mismunað á grundvelli geðheilsu.

4.1.5.2. Undirmarkmið

4.1.5.2.1. D.1 Fundnar verði árangursríkar aðferðir til að minnka fordóma gagnvart fólki með geðraskanir.

4.1.5.2.2. D.2 Settar verði fram leiðbeiningar fyrir fjölmiðla um hvernig unnt er að fjalla um geðheilbrigðismál án þess að alið sé á fordómum.

4.1.5.2.3. D.3 Ríki og sveitarfélög ráði fólk sem hefur lent utan vinnumarkaðar vegna langvinnra geðraskana til starfa í stofnunum sínum.

4.2. 5. Framkvæmd, mat og eftirlit.

4.2.1. Samstarfsaðilar

4.2.1.1. "Við samþykkt þingsályktunartillögu þessarar hefur aðgerðaáætlun til fjögurra ára á sviði geðheilbrigðismála verið ákveðin. Meðal samstarfsaðila við framkvæmd einstakra aðgerða eru önnur ráðuneyti, Embætti landlæknis, heilbrigðisstofnanir, Samband íslenskra sveitarfélaga, hagsmunasamtök notenda og frjáls félagasamtök." (30)

4.2.2. Eftirlit og mat

4.2.2.1. "Velferðarráðuneytið (VEL) mun annast eftirlit með framkvæmd áætlunarinnar og leggja mat á hvort aðgerðir hafi skilað því sem til stóð. Settur verður á fót stýrihópur á vegum ráðuneytisins til að hafa yfirumsjón með því verkefni. Þá verður aðgerðaáætlun yfirfarin í tengslum við undirbúning fjárlaga ár hvert til að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem af henni kann að hljótast." (30)