Stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu (September 2015)

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Rocket clouds
Stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu (September 2015) by Mind Map: Stefna í nýsköpun og tækni á sviði velferðarþjónustu (September 2015)

1. Yfirlit

1.1. Inngangur 3

1.1.1. Samráðshópurinn sem vann stefnuna

1.1.1.1. Þór G. Þórarinsson, án tilnefningar, formaður.

1.1.1.2. Bryndís Snæbjörnsdóttir, tiln. af Landssamtökunum Þroskahjálp.

1.1.1.3. Elvar Knútur Valsson, tiln. af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

1.1.1.4. Guðlaug Ósk Gísladóttir, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

1.1.1.5. Halldór S. Guðmundsson, tiln. af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

1.1.1.6. Hákon Sigurhansson, tiln. af Samtökum atvinnulífins.

1.1.1.7. Ragnheiður Stephensen, tiln. af Landssambandi eldri borgara. Jóna Valgerður

1.1.1.8. Kristjánsdóttir tók síðan við af Ragnheiði í apríl 2014.

1.1.1.9. Sigrún Jóhannsdóttir, tiln. af Öryrkjabandalagi Íslands

1.1.2. Stefnan og umgjörð hennar

1.1.2.1. Hlutverk stefnunnar og tilgangur

1.1.2.1.1. "Í skipunarbréfi kemur fram að „Stefnunni er ætlað að skýra framtíðarsýn og markmið íslenskra stjórnvalda er varðar nýsköpun og tækni í félagsþjónustu. Í framhaldi af gerð stefnunnar verði unnin áætlun um framkvæmd hennar til ársins 2020.”

1.1.2.1.2. "Hér skal horft til lausna sem nýtast borgurum með sérstakar þarfir, t.d. við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, hæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi. Nýsköpun og tækni er því ekki afmörkuð við eitthvað eitt málasvið heldur snertir hún marga málaflokka, t.d. heilbrigðismál, félagsmál, menntamál og vinnumál, auk þess að hafa áhrif á samfélagið í heild sinni."

1.1.2.1.3. "Stefnunni er ætlað að draga upp meginlínur sem horft verði til. Á grundvelli þeirra verði nánar skilgreind markmið á áherslusviðum sem síðan verða nánar útfærð í aðgerðum sem líklegt þykir að nái fram að ganga. Stefnan nær yfir tímabilið 2015 til 2020 og gert er ráð fyrir því að hún verði endurskoðuð reglulega í samræmi við áherslur stjórnvalda hverju sinni.

1.1.2.2. Samráð við stefnumótun

1.1.2.2.1. "Við mótun stefnunnar verði leitað samráðs og samvinnu við fulltrúa ríkis, sveitarfélaga, notenda og fulltrúa frá atvinnulífinu sem vinna að þróun og nýsköpun á vettvangi velferðartækni. Hugað verði sérstaklega að nýsköpun og tækni sem hjálpar til við að viðhalda eða þróa þjónustu velferðarsamfélagsins."

1.1.2.2.2. Verklagið sem notað var við gerð stefnunnar byggist á opnu samráði og að samvinna sé um að finna ásættanleg markmið og leiðir sem líklegar eru til þess að tryggja framvindu og framkvæmd. Samráðshópurinn leitaði víða fanga þar sem fagþekkingu, almenna þekkingu og reynslu var að finna. Samráðshópurinn stóð einnig fyrir hugarflugsfundi þann 2. apríl 2014 þar sem á fjórða tug sérfræðinga, innan velferðarþjónustu, frumkvöðlastarfsemi, rannsókna og reksturs, tóku höndum saman og leituðust við að skilgreina markmið og verkefni sem gætu verið viðbót eða samþætt þá vinnu sem samráðshópurinn hafði þá þegar innt af hendi. Fram komu margar hugmyndir um lausnir sem snertu verkefni annarra ráðuneyta en velferðarráðuneytisins og er því ljóst að leita þarf samþykkis og samráðs við þau við útfærslu þeirra.

1.1.2.3. Vinnuferlið

1.1.2.3.1. Verkefnisstjórn

1.1.2.3.2. Kortlagning á hugmyndafræði og nýsköpun

1.1.3. Tæknilegar framfarir, hugtakið Velferð og þjónustuþróun

1.1.3.1. Segja má að þjónusta sem veitt er á fyrrgreindum áherslursviðum sé í dag að mörgu leyti samofin og því beinist umfjöllunin að miklu leyti að samspili þeirra og þjónustu sem hægt er að fella undir hugtakið velferð. Stöðugar tæknilegar framfarir og notendamiðuð velferðarþjónusta er eðli máls samkvæmt í stöðugri þróun og þar er nýsköpun iðulega að eiga sér stað vegna notagildis nýrra úrræða eða aðferða. Þess vegna hlýtur stefnumörkun á sviði nýsköpunar og tækni einnig að taka til þátta er varða almenn úrræði, aðgengi og upplýsingar, sem gagnast almenningi áður en til sértækrar þjónustu kemur.

1.1.4. Kynning á Stefnunni og áform um að hrinda henni í framkvæmd

1.1.4.1. Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar á ráðstefnu sem velferðarráðuneytið stóð fyrir 4. og 5. júní 2014. Jafnframt var leitað eftir ábendingum frá fjölmörgum aðilum sem stefnan snertir utan þess baklands sem samráðshópurinn hafði. Leitað var sérstaklega til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Byggðastofnunar og Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands. Frá því í september 2014 hafa tillögur samráðshópsins verið til skoðunar í velferðarráðuneytinu. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur nú tekið ákvörðun um að leggja fram til kynningar meðfylgjandi stefnu og áætlun um nýsköpun og tækni. Ráðherra hefur einnig hafið vinnu við að koma áætluninni í framkvæmd.

1.2. Samantekt 5

1.2.1. Almennt

1.2.1.1. Umræða um nýsköpun og tækni í velferð er tiltölulega ný af nálinni á Íslandi, en hún lýsir m.a. ýmsum tækni- og tæknitengdum lausnum sem einstaklingar geta notað til þess að styrkja getu sína til sjálfshjálpar, samfélagsþátttöku og aukinna lífsgæða. Hér er gert ráð fyrir aðkomu margra aðila, t.d. starfsfólks, notenda og aðstandenda.

1.2.2. Hvers vegna að leggja áherslu á nýsköpun og tækni? Gera má ráð fyrir að nýsköpun og tækni geti:

1.2.2.1. Hjálpað einstaklingum til að takast á við daglegt líf og stuðlað að heilbrigði og lífsgæðum á eigin forsendum.

1.2.2.2. Aukið gæði þjónustunnar, sveigjanleika hennar og bætt starfsaðstæður.

1.2.2.3. Stuðlað að markvissri þróun innan velferðarþjónustunnar og þar með skapað nýja fleti til samstarfs milli nærsamfélags, notenda, aðstandenda, frjálsra félagasamtaka, skólasamfélags og atvinnulífsi.

1.2.2.4. Aukið líkur á að einstaklingar sem hafa þörf fyrir velferðarþjónustu geti búið lengur heima og þar með frestað eða hindrað lengri eða skemmri dvöl á hjúkrunarheimili.

1.2.2.5. Aukið líkur á því að markmið algildrar hönnunar nái fram að ganga.

1.2.2.6. Stuðlað að nýsköpun og aukinni samvinnu sveitarfélaga og annarra sem vinna með velferðarlausnir af ýmsu tagi.

1.2.2.7. Verið virðisaukandi fyrir ríki og sveitarfélög sem boðið gætu upp á ráðgjöf og lausnir bæði innanlands og utan.

1.2.2.8. Skapað jákvæð hagræn áhrif fyrir samfélagið

1.2.3. Hvar liggja svo áskoranirnar?

1.2.3.1. Breytingar (lýðfræðilegar, tæknilegar o.fl.) kalla á nýjar lausnir og nýsköpun við þróun og framkvæmd þjónustu. Það er einnig brýn þörf á að miðla þekkingu um þá möguleika, áskoranir og hugsanlegar takmarkanir sem upp geta komið innan velferðarþjónustunnar. Upplýsingar til notenda um tækifærin sem í þessu kunna að felast eru einnig nauðsynlegar.

1.2.3.2. Markaðurinn á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu er enn að slíta barnsskónum og það skortir enn á hvatningu til að auka eftirspurn eftir henni hjá ríki og sveitarfélögum. Enn á því eftir að reyna á lausnir af ýmsu tagi sem styrkt geta framkvæmd og aukið lífsgæði notenda. Ríki og sveitarfélög munu þróa kröfulýsingar í samningum um þjónustu.

1.2.3.3. Ýmis lagaleg og siðferðileg álitamál á einnig eftir að leysa við notkun ýmiss konar viðvörunarog staðsetningarkerfa við framkvæmd þjónustunnar. Stefnur og áætlanir af þessu tagi munu geta tekist á við þær áskoranir og hvatt til frekari þróunar innan velferðarþjónustunnar. Rannsóknir skipta miklu máli og ekki hvað síst að horft sé til gagnreyndra aðferða þegar bestu lausnir eru fundnar.

1.2.4. 1 Tækifærin í framtíðinni 6

1.2.4.1. Stefnunni er ætlað að horfa til þeirra fjölmörgu tækifæra sem má nýta til þess að stuðla að því að notendur velferðarþjónustu geti verið í auknum mæli sjálfbjarga í lífi og starfi.

1.2.4.2. Í stefnunni er leitast við að svara þremur lykilspurningum og leiða svörin til aðgerða í áætlun. Spurningarnar eru eftirfarandi:

1.2.4.2.1. • Hvernig er hægt að auka þekkingu og styrkja samstöðu í þágu nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu?

1.2.4.2.2. • Hvernig er hægt að þróa nýjar þjónustuleiðir og lausnir með nýrri tækni, þekkingu, aðferðum og breytingum á skipulagi?

1.2.4.2.3. • Hvernig er hægt að styrkja rannsóknir, nýsköpun og þróunarstarf í velferðarþjónustu?

1.2.4.3. Tækifæri til að komast í fremstu röð varðandi nýtingu Velferðartækni

1.2.4.3.1. Íslendingar búa yfir tækifærum sem gerir þeim mögulegt að vera í fremstu röð við að nýta sér velferðatækni til að takast á við breytingar í umhverfinu, bæta þjónustu, auka öryggi og hagræða. Sterkir innviðir, almenn tækniþekking, stuttar boðleiðir og stærð þjóðarinnar gefur okkur forskot á flestar aðrar þjóðir.

1.2.4.4. Nokkur þeirra tækifæra og áskorana sem sviðsmyndir framtíðarinnar spá fyrir um:

1.2.4.4.1. Hin nýja kynslóð eldri borgara.

1.2.4.4.2. Þjónusta þvert á kynslóðir.

1.2.4.4.3. Staða aðstandenda í nútíð og framtíð.

1.2.4.4.4. Skyldur gagnvart öðrum.

1.2.4.4.5. Fjölbreytileiki og jafnrétti.

1.2.4.4.6. Að njóta lífsins í heilbrigði.

1.2.4.4.7. Gæðin í tengslum fólks.

1.2.5. 2 Hvað er nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu?8

1.2.5.1. Yfirlitstexti

1.2.5.2. Velferðartækni má skipta upp í fjögur meginsvið.

1.2.5.2.1. Öryggistækni.

1.2.5.2.2. Tækni til að bæta fyrir missi og styðja við bætta líðan.

1.2.5.2.3. Tækni til félagslegra samskipta.

1.2.5.2.4. Tækni til þjálfunar og eigin umönnunar.

1.2.5.3. Aukin áhersla á velferðartækni getur nýst

1.2.5.3.1. sem verkfæri í þeirri viðleitni að færa þjónustuna nær notendum (nærþjónusta) þar sem samvinna er milli sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, nærsamfélags og aðstandenda.

1.2.5.4. Velferðartækni getur rutt brautina

1.2.5.4.1. fyrir nýja samstarfsfleti og nýjar aðferðir í samvinnu þessara aðila. Ástæða þess að sjónum er beint að nýsköpun og tækni er ekki bara vegna lýðfræðilega breytinga framtíðarinnar, heldur einnig til að styðja við almenna heilsu og vera verkfæri til að fyrirbyggja áföll af ýmsu tagi sem og einsemd og andlega hrörnun.

1.2.5.4.2. Ástæða þess að sjónum er beint að nýsköpun og tækni er ekki bara vegna lýðfræðilega breytinga framtíðarinnar, heldur einnig til að styðja við almenna heilsu og vera verkfæri til að fyrirbyggja áföll af ýmsu tagi sem og einsemd og andlega hrörnun.

1.2.6. 3 Samspil nýsköpunar og tækni 10

1.2.7. 4 Almennar áherslur í nýsköpun og tækni í félagsþjónustu á Íslandi 12

1.2.8. 5 Framtíðarsýn – áherslur í nýsköpun og tækni í velferðarþjónustu 14

1.3. Áherslusvið 1. Undirbúningur 15

1.4. Áherslusvið 2. Þekking og færni 17

1.5. Áherslusvið 3. Lausnir 20

1.6. Áherslusvið 4. Miðlun og mat á lausnum og framvindu 23

2. Málþing

2.1. Örkynningar á nýsköpunnarverkefnum

2.1.1. Memaxi - kerfi sem sendir út áminningar ofl

2.1.2. Agile Traveler - Jón Steindór Valdimarsson: Að grípa tækifærið

2.1.3. Butler inn - samstarfsfyrirtæki, nýsköpunnarmiðstöð Íslands og Falck

2.1.4. Ylgarðurinn - Egill Maron

2.2. Bárður frá Nordic Innovatoin

2.2.1. Kynning á helstu verkefnum og á Nordic Innovation

2.2.2. Helstu verkefni

2.2.2.1. Norræna Velferðarkerfið

2.2.2.2. Umhverfismál

2.2.2.3. Aðgengi að fagfólki og þekkingu

2.2.2.4. Aðgengi að fjármagni

2.2.3. Noreen stefnumótun í nýsköpun og tækni

2.2.3.1. Ísland

2.2.3.1.1. akin stuðningur við rannsóknir og þróun

2.2.3.1.2. Tækniþróunarsjóður

2.2.3.1.3. ANR með spennand verkefni

2.2.3.1.4. Leica Norrænt samstarf í nýsköpun

2.2.3.2. Finnar

2.2.3.2.1. standa okkur næst

2.2.3.2.2. Spennandi hlutir í opinni Stjórnsýslu

2.2.3.2.3. Eistar, nágrannar, frumkvöðlar í nýsköpun í stjórnsýslu

2.2.3.3. Noregur

2.2.3.3.1. Viðstnúningur í viðhorfi til nýsköpunnar vegna hruns olíuverðs

2.2.3.3.2. Eitt helsta stefnumál ríkistjórnarinnar, opin stjórnsysla

2.2.3.3.3. Denmark - Leiðandi í nýsköpun til margra ára

2.2.3.4. Svíþjóð

2.2.3.4.1. Núverandi ríkistjórn sögð nýsköpunarvæn

2.2.3.4.2. Stærts og óháðast

2.2.4. NI til að auka nýsköpun í opinberri stjórnsýslu

2.2.4.1. Opna og breyta ákvörðunnarferli

2.2.4.2. Notendur eru sérfræðingarnir

2.2.5. Verðlaunasamkeppnir sem tæki

2.2.5.1. Recognition Price

2.2.5.1.1. Nóbelsverðlaun

2.2.5.1.2. Norðurlandaverðlaun í bókmenntum eða kvikmyndum

2.2.5.1.3. Heiðurinn aðal málið

2.2.5.1.4. Nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri

2.2.5.1.5. Startup Reykjavík

2.2.5.2. inducement Price - verðlaunað fyrir lausnir

2.2.5.2.1. Saga/arfleið

2.2.5.2.2. Ekki geimvísindi

2.2.5.3. Nordic built cities Challenge

2.2.5.3.1. Forveri Nordic Innovatoin - Sjálfbærara Kársnes dæmi um verkefni í tengslum við það

2.2.5.3.2. Reynslan af but cities notuð í að þróa Nordic Innovation

2.2.5.4. Nordic Innovatoin

2.2.5.4.1. Lægri þröskuldur - fleiri boðið inn

2.2.5.5. Verðlaunasamkeppnir - áviningur

2.2.5.5.1. Verkfærakista í opinberri stjórnsýslu

2.2.5.5.2. Magar góðar sögur

2.2.5.5.3. Fjárhagslega hagkvæmt en mannauðsfrekt

2.2.5.5.4. Mannlegt ferli - nánd við notendur

2.2.5.6. Hvað þarf samkeppni að hafa

2.2.5.6.1. Skýr verkefnalýsingum

2.2.5.6.2. Lýsing á vandamálum en ekki lausninni

2.2.5.6.3. Lager þröskuldur - mörgum boðið inn

2.2.5.6.4. Starker hvati til að taka þátt

2.2.5.6.5. Á Íslandi

2.2.5.7. Hackaþon - forstig af samkeppnum

2.2.5.7.1. Open data week

2.2.5.7.2. Milil fjölmiðlaathygli

2.2.5.7.3. Startup Borgen í Danmörku

2.3. Elfar og Berglind Magnúsar - Stuðningur við nýsköpun á Íslandi