Læsisstefna SFS - Lesið í leik

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Rocket clouds
Læsisstefna SFS - Lesið í leik by Mind Map: Læsisstefna SFS - Lesið í leik

1. Lesið í leik

1.1. Tenging við aðalnámskrá og samstarf leikskóla og skóla

1.1.1. Í lögum um leikskóla segir: „Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta“ (Lög um leikskóla nr. 90/2008).

1.1.2. Í aðalnámskrá leikskóla (2011) er læsi einn af grunnþáttunum en „læsi í leikskóla felur í sér þekkingu, leikni og hæfni barna til að lesa í umhverfi sitt og tjá upplifun sína, tilfinningar og skoðanir á fjölbreyttan hátt“

1.1.3. Bestur árangur næst þegar gott samstarf er á milli leikskóla og foreldra um nám barnanna.

1.2. Leikur og læsi

1.2.1. Í gegnum höfuðmarkmið sitt, leikinn, ber leikskólum að skipuleggja nám barna þannig að þau njóti þess að efla mál sitt og læsi í víðu samhengi í gegnum fjölbreytta reynslu og efnivið.

1.3. Orð upplifun og skilningur

1.3.1. Læsi snýst fyrst og fremst um sköpun merkingar og á sér aldrei stað í tómarúmi; reynsla skapar skilning en ef barn vantar orð eða tjáningarform til að lýsa reynslu sinni og tilfinningum getur það ekki tjáð upplifun og ef það hefur ekki upplifað og öðlast reynslu skortir á skilninginn.

1.4. Leikur og fagmennska leikskólakennara

1.4.1. Fagmennska leikskólakennarans byggir m.a. á þekkingu hans á þróun máls og læsis og því hvernig honum tekst að skipuleggja leikskólastarfið þannig að nám og leikur verði óaðskiljanlegir þættir.

1.5. Kennslufræðilegur leikur (educational play)

1.5.1. Kennslufræðilegur leikur (e. educational play) er leikur þar sem kennarinn ýmist leggur til hugmynd eða efnivið í leikinn með ákveðið námsmarkmið að leiðarljósi. Með kennslufræðilegum leik er hægt að hafa námsmarkmiðin skýr á sama tíma og reynsla, áhugi og leikgleði barnanna fær að njóta sín (Anna Magnea Hreinsdóttir o.fl., 2010)

1.6. ´Árangursríkt nám - gagnvirk samræða

1.6.1. Árangursríkasta námið á sér stað í leik sem felur í sér gagnvirka samræðu, vitsmunalega reynslu og uppbyggingu nýrrar þekkingar sem leiðir til sameiginlegs skilnings á viðfangsefninu. Hlutverk leikskólastarfsfólks er því að vera til staðar í leik barna og þróa hann áfram ásamt því að efla hann með hugmyndum, auðga hann með gagnvirkum samræðum og leikefni sem eflir mál og læsi.

1.7. Skráningar

1.7.1. Þegar leikskólakennarinn fylgist með leiknum skráir hann framfarir barnanna um leið og hann kynnist þeim betur og nýtir reynslu þeirra og áhugasvið til frekara náms

1.8. Virkt tvítyngi - samstarf heimilis og skóla

1.8.1. Leggja þarf áherslu á að styrkja foreldra til að viðhalda móðurmálinu með börnunum um leið og leikskólinn vinnur markvisst með íslenskunám þeirra.

1.9. Þættir sem skipta máli varðandi þróun læsis

1.9.1. Rannsóknir hafa þó leitt í ljós að ákveðnir þættir, s.s. orðaforði, frásagnargeta, hlustunar- og lesskilningur, sjálfsstjórn, hljóðkerfisvitund og bókstafaþekking skipta miklu máli í þróun læsis

1.10. Samstarf skólastiga

1.10.1. Upplýsingar um stöðu barna í máli og læsi við lok leikskóla fylgi þeim áfram og verði nýttar sem grundvöllur fyrir áframhaldandi stuðning við málþroska og læsi í skóla- og frístundastarfi.

2. Hlutverk leikskóla - læsisáætlun - Byggt á lesið í leik

2.1. Allir leikskólar Reykjavíkur geri áætlun um læsi sem byggi á læsisstefnu leikskóla, „Lesið í leik“, og aðalnámskrá fyrir leikskóla. Í áætlun leikskóla um læsi verði gerð grein fyrir því hvernig unnið verði að framkvæmd eftirfarandi stefnuþátta:

2.2. Tékklisti

2.2.1. l Fer fram nám sem leggur öflugan grunn að þróun bernskulæsis?

2.2.2. l Er barnið í brennidepli og unnið er út frá stöðu þess, reynslu og áhugasviði?

2.2.3. l Er markvisst unnið að því að vekja áhuga barna á máli og litið er á tungumálið sem skapandi efnivið?

2.2.4. l Er lögð áhersla á fjölbreytta vinnu með alla þætti máls?

2.2.5. l Hafa börn gott aðgengi að fjölbreyttum málörvandi efniviði, skriffærum, bókum og tæknimiðlum sem stuðla að verkkunnáttu, mál og læsi.

2.2.6. l Eru lesnar barnabækur um fjölbreytt efni til yndis og ánægju og til að efla mál og læsi. Lesið er daglega fyrir börnin í stærri og minni hópum og fyrir eitt barn í einu þegar því verður við komið eða þörf krefur.

2.2.7. l Er litið á söngva, vísur og þulur sem mikilvægan efnivið í leikskólastarfi, meðal annars með tilliti til málörvunar og læsis.

2.2.8. l Eru sögur og kveðskapur uppspretta sköpunar í leik sem eflir mál og læsi.

2.2.9. l Er markvisst unnið að því að kenna íslensku sem annað mál í leik og með virkri þátttöku tvítyngdra barna í leikskólastarfinu, um leið og leitað er leiða til að styðja við og efla móðurmál þeirra í samstarfi við foreldra.

2.2.10. l Er fylgst með framförum barna í málþroska og læsi.

2.2.11. l Er beitt snemmtækri íhlutun og leitað eftir stuðningi sérfræðinga þegar grunur vaknar um seinkaðan málþroska.

2.2.12. l Eru foreldrar virkjaðir í samstarf um mál og læsi barna sinna og upplýstir um framfarir þeirra.

2.2.13. l Er stuðlað að samstarfi við grunnskóla og frístundastarf þannig að börn upplifi samfellu í námi.

3. Hlutverk fagskrifstofu SFS

3.1. Utanumhald um læsisáætlnarir

3.1.1. Hlutverk fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er að styðja leikskóla borgarinnar við gerð læsisáætlana og kalla eftir því að þeim sé skilað inn.

4. Vörður á leið til læsis Hugmyndir og leiðarstef fyrir áætlun um læsi í leikskóla.

4.1. 1. Þættir máls og læsis

4.1.1. Orðaforði og málskilningur

4.1.1.1. l Orðaforði er grundvallarþáttur í því að skilja talað og lesið mál.

4.1.1.2. l Hlustunarskilningur og síðar lesskilningur byggja á góðum orðaforða.

4.1.1.3. Nánar um orðaforða

4.1.1.3.1. o Orðaforði er safn þeirra orða sem barnið hefur á valdi sínu.

4.1.1.3.2. o Virkur orðaforði eru þau orð sem barnið notar í daglegu tali.

4.1.1.3.3. o Óvirkur orðaforði eru þau orð sem barnið þekkir og skilur þegar það heyrir orðin.

4.1.1.4. Þróun í orðaforða leikskólabarna:

4.1.1.4.1. o Fyrst læra börn orð um fólk og hluti í nánasta umhverfi. Kennarinn þarf að setja orð á hluti í umhverfi barnsins, athafnir, reynslu, upplifun og tilfinningar og fylgja því eftir með fjölbreyttum aðferðum.

4.1.1.4.2. o Flóknari orðaforði verður til m.a. með lestri bóka, fyrst myndabóka og síðan bóka með meiri texta. Táknkerfi texta og mynda síast inn í huga barna þegar lesið er fyrir þau og myndir skoðaðar um leið. Þannig þróast læsi bæði á texta og myndir og skilningur á því að orðaforði í ritmáli er annar og meiri en í talmáli.

4.1.2. Máltjáning og frásagnarhæfni

4.1.2.1. l Samtöl sem byggjast á gagnvirkum samskiptum þar sem markmiðið er að skapa sameiginlegan skilning styðja við tjáningu og frásagnarhæfni barna.

4.1.2.2. l Samtöl og samskipti við börn í leik út frá áhugasviði þeirra og reynslu eru líklegri til að ýta undir tjáningu þeirra og frásagnargleði en samtöl við barnahópa í skipulögðu starfi sem stýrt er af kennara.

4.1.2.3. l Samskipti og samræður um litróf tilfinninga, líðan og upplifun eykur möguleika barna á því að þróa með sér læsi á eigin tilfinningar og annarra.

4.1.2.4. l Heimspekileg samræða og uppbygging gagnrýninnar hugsunar í barnahópnum stuðlar að læsi þeirra á upplýsingar og umhverfi sitt. Þetta er hægt að gera með því að rýna í og ræða samfélags-miðla, fjölmiðla, myndir, bækur, hegðun eða annað.

4.1.2.5. Atriði til að hafa í huga

4.1.2.5.1. l Mikilvægt er að grípa frumkvæði barna, hlusta á þau, svara þeim og leiða þau áfram í að segja frá í samhengi.

4.1.2.5.2. l Þróa þarf tjáningu barna í tengslum við eigin teikningar og verkefni þannig að þau læri að setja orð á sköpun sína.

4.1.2.5.3. l Huga þarf að formgerð málsins, þ.e. hvernig orð raðast í setningar.

4.1.2.5.4. l Skapa aðstæður fyrir þróun í frásögn og tjáningu barna frá því að vera „hér og nú“ frásögn í það að vera „þar og þá“ frásögn.

4.1.2.5.5. l Nota brúður, myndrænt umhverfi, fjölbreyttan efnivið, sköpun, innisvæði, útisvæði og ólíka reynslu barnanna til að ýta undir máltjáningu, frásögn og sköpunargleði.

4.1.2.5.6. l Sögulestur og sögugerð fullorðinna verði fyrirmynd fyrir börnin.

4.1.2.5.7. l Vinna með uppbyggingu frásagnar og kynna hvernig hún skiptist í þrennt, bæði í sögugerð kennara og barna:

4.1.3. Hlustun og hljóðkerfisvitund

4.1.3.1. l Hljóðvist og hlustunarskilyrði.

4.1.3.2. l Virk hlustun í leik og daglegu starfi:

4.1.3.2.1. o Fyrirmæli, athygli, einbeiting, sjálfstjórn.

4.1.3.2.2. o Lesstundir, leikur og skipulagt starf.

4.1.3.3. l Hljóðkerfisvitund:

4.1.3.3.1. o Stærri hljóðeiningar, s.s. atkvæði, rím, klappa samstöfur.

4.1.3.4. o Minni hljóðeiningar, einstök fónem, greina hljóð í stöfum og orðum.

4.1.3.5. o Sundurgreining og samsetning orða.

4.1.3.6. o Söngtextar, þulur og ljóð hafa jákvæð áhrif á þróun hlustunar og hljóðkerfisvitundar.

4.1.4. Ritmál

4.1.4.1. l Þróun ritmáls hefst um tveggja ára aldur.

4.1.4.2. l Krot barna er talið vera góður grunnur undir þróun ritmáls og myndmáls.

4.1.4.3. Í bernskulæsi er talað um að börn tileinki sér og þrói með sér ritmál

4.1.4.4. l Hvetjandi ritmálsumhverfi veitir barninu tækifæri til að fylgjast með öðrum, gera tilraunir og prófa sig áfram.

4.1.4.5. l Markvisst ritmálsumhverfi gerir ritmálið sýnilegt þegar það er notað til þess að ljá orðum merkingu en smátt og smátt læra börn að skilja og átta sig á því hvaða tilgangi bókstafir og orð gegna.

4.1.4.6. l Með því að leika við hlið barna og taka þátt í leiknum sýnir kennarinn hvernig ritun og læsi getur orðið hluti af leiknum.

4.1.4.7. l Þegar kennarinn hvetur börn til þess að skrá niður frásagnir þeirra eða fullorðinna, sýnir hann fram á hvernig hægt er að nota ritmálið til að skrá og breyta hugsun í texta sem síðan er lesinn aftur og aftur með börnunum og fyrir þau.

4.1.4.8. l Nota þau tækifæri sem gefast til að benda á bókstafi og orð í texta sem verið er að lesa, tengja hljóð stafa og orða við umhverfið og leiða börn áfram í þekkingarleit sinni.

4.1.4.9. l Nýta fjölbreyttan efnivið til að búa til stafi og orð.

4.1.4.10. l Merkja hluti í umhverfinu með orðum (nota hástafi og lágstafi).

4.1.4.11. l Þegar hugað er að samfellu skólastiga þarf að byggja brú á milli talmáls og ritmáls. Í því samhengi er góð málfærni og skapandi hugsun undirstaða til að byggja á og örva í gegnum leik og bóklestur

4.2. 2. Aðgengi að efnivið og þekkingu

4.2.1. l Afmarkaðir bókakrókar sem bjóða upp á notalega samveru barna og fullorðinna og gott aðgengi að fjölbreyttum bókum sem skipt er út reglulega.

4.2.2. l Mikilvægt að leikskólabörn hafi gott aðgengi að mál- og læsishvetjandi leikefni, bæði í leik og skipulögðu starfi.

4.2.3. l Fjölbreyttar barnabækur og prentefni (huga að ólíkum tungumálum og leturgerðum).

4.2.4. l Skráningar á leik barna og upplifun eru nýttar til að gera bækur eða rafrænt efni sem börnin hafa greiðan aðgang að. Samskipti barna við fullorðna með slíkar bækur eða myndir við hendina byggja upp orðaforða og hæfileika þeirra til að tjá sig um liðna atburði, reynslu og upplifun.

4.2.5. l Unnið markvisst með mál og læsistengda þætti í fjölbreyttum verkefnum dagsins og í gegnum ólíkan efnivið, t.d. verkefni sem tengjast hreyfingu, leikrænni tjáningu, listsköpun, vísindum, daglegum athöfnum, útikennslu og fleira.

4.2.6. l Verkkunnátta og tæknimiðlar nýttir til að efla mál og læsi

4.2.7. l Leikskólinn leggi sig fram um að skapa sameiginlega þekkingu á því hvernig hægt er að:

4.2.7.1. o Efla mál og læsi í gegnum leik þar sem áhugi og reynsla barnsins er í brennidepli.

4.2.7.2. o Nýta fjölbreytt leikefni og verkefni í tengslum við þróun málþroska og læsis.

4.2.7.3. o Ræða við börn og gefa þeim tækifæri til að tjá sig.

4.2.7.4. o Meta, ígrunda og undirbúa starf í tengslum við þróun máls og læsis, bæði í leik og skipulögðu starfi.

4.2.7.5. o Skilgreina hvaða hugtök skipta máli fyrir þróun máls og læsis og hvaða skilningur er lagður í þau.

4.2.7.6. o Vinna með bakgrunn barna og reynslu, móðurmál og menningu sem lið í uppbyggingu nýrrar þekkingar.

4.3. 3. Barnabókmenntir

4.3.1. Mikilvægasti liðurinn í almennri málörvun er að lesa fyrir börn og venja þau við bækur og ritmál.

4.3.2. l Lestrarstund hefur gildi í sjálfu sér en hún á að vera ánægjuleg upplifun sem veitir börnum nánd, hlýju og öryggi.

4.3.3. Ánægjuleg lestrarstund skapar jákvætt viðhorf barna til bóka og lesturs um leið og þau fá fyrirmynd að því hvernig þjálfaður lesandi ber sig að.

4.3.4. l Mikilvægt er að starfsfólk skapi tækifæri fyrir fjölbreytilega lestrarupplifun yfir daginn og hafi í huga að:

4.3.4.1. Lestarstundir séu undirbúnar og markvissar.

4.3.4.2. o Lestrarstundir séu stundum óundirbúnar og sjálfsprottnar

4.3.4.3. o Lesa bæði með mörgum börnum og með fáum börnum

4.3.4.4. o Grípa bók í hönd og lesa fyrir eitt og eitt barn í einu þegar kostur er.

4.3.4.5. o Jafna tækifæri barna til náms með því að lesa mikið fyrir börn í leikskólanum sem vitað er að lítið er lesið fyrir annarsstaðar.

4.3.5. l Lestur bóka felur m.a. í sér að:

4.3.5.1. o Börnin átta sig á lestrarátt frá vinstri til hægri og ofan frá og niður síðu.

4.3.5.2. o Hver blaðsíða er lesin á eftir annarri.

4.3.5.3. o Myndir segja líka sögu og hægt er að lesa bækur út frá myndum eða segja sögur með myndum.

4.3.5.4. o Skilningur barna á því að ritmál hafi tilgang eykst.

4.3.5.5. o Tilfinning fyrir uppbyggingu setninga og málsgreina verður betri sem og tilfinning fyrir fjölbreyttri málnotkun og ólíkum blæbrigðum máls.

4.3.5.6. o Bækur gefa góðar fyrirmyndir að sögubyggingu og frásagnarefni sem skilar sér í leik barnanna og sögugerð.

4.3.5.7. o Bækur gefa tilefni til að vinna með tölur, flokkun, samanburð, skipulag, útdrátt og mat á viðfangsefni.

4.3.5.8. o Bækur gefa víðari sýn á veröldina, menningu, samfélög, fjölbreytt tungumál, ritmál, o.fl.

4.3.5.9. o Bækur ýta undir ímyndunarafl og gefa nýjar hugmyndir sem stuðla að auknum orðaforða.

4.3.5.10. o Vangaveltur og umræður um efni og persónur gefa samtölum innihald og þroska málskilning og hæfileika til að hugsa og eiga samskipti.

4.3.5.11. o Bækur gegna mikilvægu menntunar- og menningarhlutverki og eru einn af grundvallarþáttum barnamenningar

4.4. 4. Sögur og kveðskapur

4.4.1. l Söngur, rímur, þulur og ljóð henta vel fyrir börn til að æfa sig og þjálfa málið.

4.4.2. l Vitund um bundið mál og einkenni þess lærast þegar unnið er markvisst með kveðskap.

4.4.3. l Þekking á rímuðum kveðskap, þulum og söngtextum auðveldar börnum að:

4.4.3.1. o Efla hljóðkerfisvitund.

4.4.3.2. o Þekkja málhljóð og læra að lesa.

4.4.3.3. o Auka orðaforða.

4.4.3.4. o Æfa framburð.

4.4.3.5. o Auka málskilning.

4.4.3.6. o Efla minni.

4.5. 5. Samstarf við foreldra

4.5.1. Leikskólinn hafi frumkvæði að samstarfi við foreldra um eflingu læsis.

4.5.1.1. o Eigi samtal við foreldra um mikilvægi lesturs.

4.5.1.2. o Upplýsi foreldra um nám barnanna og framfarir í máli og læsi.

4.5.1.3. o Leiðbeini foreldrum um það hvernig þeir geta stutt við og örvað mál og læsi barna.

4.5.1.4. o Leiðbeini foreldrum barna með annað móðurmál en íslensku um mikilvægi móðurmáls og hvernig leikskólinn og foreldrar geti í samvinnu stuðlað að virku tvítyngi.

4.5.1.5. o Foreldrar fái lánaðar heim bækur eða annað mál- og læsisörvandi leikefni.

4.5.1.6. o Foreldrar verði lesandi fyrirmyndir í leikskólanum með reglulegum heimsóknum.

4.5.2. l Rannsóknir sýna að umhverfi á heimilum hefur áhrif á læsi, m.a. hvort börn sjái foreldra sína lesa eða skrifa og hvort það séu bækur eða annað lesefni á heimilinu.

4.5.3. l Hugað verði sérstaklega að því að efla samstarf við foreldra sem á einhvern hátt hafa minni möguleika á að efla og örva mál og læsi barna sinna.

4.6. 6. Fjölbreytt samstarf

4.6.1. l Samstarf við grunnskóla og frístundaheimili. Mikilvægt er að stuðla að samfellu í námi barna þannig að grunnskóli og frístundastarf verði eðlilegt framhald af leikskóla.

4.6.1.1. o Samtal milli kennara í leik- og grunnskóla til að kynnast starfsaðferðum beggja skólastiga.

4.6.1.2. o Gagnkvæmar heimsóknir í leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili.

4.6.1.3. o Sameiginleg verkefni þar sem mál og læsi eru meginviðfangsefnið.

4.6.1.4. o Upplýsingagjöf.

4.6.2. l Samstarf við Borgarbókasafn:

4.6.2.1. o Koffort (hægt að óska eftir bókum sem tengjast ákveðnum þemum og bókum á fjölbreyttum tungumálum).

4.6.2.2. o Sögustundir á hverfisbókasöfnum.

4.6.2.3. o Kynning fyrir foreldra á mikilvægi lesturs og hvernig hægt er að nota bókasafnið.

4.6.2.4. o Fjölskyldumorgnar fyrir heimavinnandi foreldra.

4.6.2.5. o Fjölmenningarleg verkefni, menningarmót, o.fl.

4.6.2.6. o Bókmenntaborgin – Lestrarhátíð í október.

4.6.3. l Samstarf við nærumhverfi:

4.6.3.1. o Barnamenningarhátíð.

4.6.3.2. o Lista- og menningarstofnanir.

4.6.3.3. o Listamenn.

4.6.3.4. o Eldri borgarar.

4.6.3.5. o Íþróttafélög.

4.6.3.6. o Tómstundastarf.

4.6.3.7. o Þjónustumiðstöðvar og sérfræðiþjónusta skóla.

4.7. 7. Börn með annað móðurmál en íslensku

4.7.1. l Tvítyngi – fjöltyngi.

4.7.1.1. o Máltaka tveggja/fleiri tungumála samtímis leiðir til tvítyngis.

4.7.1.2. o Þegar barn notar tvö tungumál eða fleiri daglega og lifir þannig í báðum (öllum) tungumálunum er talað um „virkt tvítyngi“.

4.7.1.3. o Börn virðast hafa alla burði til að læra tvö eða fleiri mál samtímis og verða tvítyngd/fjöltyngd ef bæði/öll tungumálin eru notuð reglulega og nægilegt ílag (e. input) fæst úr málumhverfinu.

4.7.1.4. o Það er ávinningur, bæði fyrir einstakling og samfélag að hafa góða þekkingu á móðurmáli og íslensku

4.7.1.5. o Móðurmál og íslenska byggja hvort á öðru í stað þess að taka hvort frá öðru.

4.7.1.6. o Móðurmálið er mikilvægur grunnur fyrir máltöku annars máls.

4.7.2. Málskipti (þegar íslenska tekur yfir og barn tapar móðurmáli sínu):

4.7.2.1. o Ef ekki er haldið áfram að þróa móðurmálið þegar komið er13 í íslenskt málumhverfi getur barnið tapað niður móðurmáli sínu á stuttum tíma (1-2 árum).

4.7.2.2. Málskipti hafa neikvæð áhrif á þróun málþroska og sérstaklega þróun læsis

4.7.2.3. Málskipti hafa neikvæð áhrif á samskipti og tengsl barna við fjölskyldur sínar.

4.7.3. lMóðurmál barnsins er samofið sjálfsmynd þess. Börn með annað móðurmál en íslensku koma oftast í leikskólann með góða þekkingu á móðurmáli sínu og menningu.

4.7.3.1. o Mikilvægt er að líta á barnið sem hæfan einstakling þar sem virðing og væntingar eru lykilatriði.

4.7.3.2. o Jákvætt viðhorf leikskólasamfélagsins til ólíkra móðurmála er líklegt til þess að hafa góð áhrif á máltöku íslensku.

4.7.3.3. o Þegar börn og leikskólakennarar læra söngva og orð á fjölbreyttum tungumálum er verið að sýna fjölbreyttum tungumálum virðingu (og áhuga á markvissan hátt) en það eflir færni allra barnanna í hópnum.

4.7.3.4. Gott er að senda heim myndir úr leikskólastarfinu til að foreldrar geti rætt reynslu barnanna og upplifun við þau á móðurmáli þeirra.

4.7.3.5. Starfsfólk leikskóla getur óskað eftir því að fá myndir frá heimilum barnana til að ræða við börnin á íslensku um það sem þau gera heima í móðurmálsumhverfinu

4.7.4. l Mikilvægt að leikskólastarfsfólk þekki feril máltöku annars máls og viti hvernig eigi að bregðast við og vinna með málörvun og læsi tvítyngdra barna frá upphafi leikskólagöngunnar.

4.7.4.1. Miklu máli skiptir að efla barnið í gagnvirkum samskiptum við börn og fullorðna sem tala góða íslensku. Tímalengdin skiptir miklu máli en talað er um að börn þurfi að vera yfir 50% vökutímans í ríku málumhverfi á íslensku til þess að ná góðum tökum á henni.

4.7.4.2. Meta þarf framfarir barna í tungumálinu og vinna með íslensku sem annað mál út frá því hvort barnið er byrjandi, lengra komið eða búið að ná góðri færni í íslensku.

4.7.4.3. Það tekur tíma að læra íslensku sem annað mál. Góð staða í móðurmáli er líkleg til þess að auðvelda barni að læra íslensku sem annað mál og markviss vinna, örvun og hvatning í leikskólanum frá fyrstu tíð skiptir miklu máli.

4.8. 8. Áhugi, reynsla, menning og þekking barna

4.8.1. Margar rannsóknir á námi barna leggja áherslu á að besti árangurinn náist þegar kennarinn hefur barnið í brennidepli og nýtir áhuga þess, reynslu og bakgrunn sem upphafsreit í náminu. Til þess að þetta sé mögulegt þurfa kennarar að fylgjast með og kynnast barninu og nota þær upplýsingar til þess að ákveða hvað sé æskilegt næsta skref í námi þeirra.

4.8.2. Til að þróa skilning á reynslu og áhuga barna þurfa kennarar að skrá og fylgjast grannt með öllum börnunum, því áhugi barnanna er fullkominn hvati fyrir það nám sem fer fram. Um leið og kennarar velta þessu fyrir sér þurfa þeir að skoða:

4.8.2.1. o Hvað leika þau með?

4.8.2.2. o Hverja leika þau við?

4.8.2.3. o Hvaða leikefni, verkefni, reynsla eða þemu laða fram áhuga þeirra og forvitni?

4.8.2.4. o Við hvaða aðstæður gengur börnunum vel að læra? (í stórum hópi, litlum hópi, ein eða með einu öðru barni?)

4.8.2.5. o Hvar liggja styrkleikar barnsins og veikleikar?

4.8.2.6. o Hvað ýtir undir samskipti barna við önnur börn eða fullorðna og virka þátttöku í leiknum?

4.8.2.7. o Hvaða börn hafa frumkvæði að samskiptum og hver þarf að örva sérstaklega?

4.8.3. Ein leiðin til að hafa barnið í brennidepli og nýta reynslu þess, bakgrunn og þekkingu, er að skoða áhugamál barnsins fyrir utan leikskólann.

4.8.4. Menningarlæsi ungra barna á fjölbreytta þætti menningarinnar er yfirleitt mjög mikið. Þar skipar dægurmenningin, fjölbreytt áhugamál barnanna (t.d. fótbolti, dans, tónlist), bakgrunnur þeirra, tungumál og fjölskylda oft stóran sess.

4.8.5. Rannsóknir á menningarlæsi barna hafa sýnt að þekking þeirra á mikilvægri barnamenningu skipar þeim ákveðinn virðingarsess innan leikskólans. Sá virðingarsess verður á tíðum til þess að útiloka ákveðin börn frá þátttöku í leikskólasamfélaginu en dæmi um slíkt má t.d. sjá í rannsókn Þórdísar Þórðardóttur á menningar- læsi leikskólabarna frá árinu 2012, bls. 94

4.8.6. Til þess að hjálpa kennurum við að átta sig á því hvað það er sem tilheyrir vinsælli menningu barna og hvernig má nýta hana sem upphafspunkt og áhugakveikju í máli og læsi barna, auk annarra viðfangsefna leikskólans, má skoða mynd 1. bls 15

4.9. 9. Framfarir barna

4.9.1. l Á leikskólaárunum er lagður grunnur að málþroska og læsi barna og því getur markviss vinna á þeim árum haft grundvallaráhrif á færni barna.

4.9.2. l Ferilmöppur eru góð leið til að skrá framfarir barna í leikskólastarfi. Þær geta m.a. sýnt feril barnsins varðandi ritmálið frá krotstigi yfir í það að draga til stafs og skrifa orð. Þá geta fjölbreyttar skráningará samskiptum barna og frásögnum þeirra um eigin verkefni gefið sterkar vísbendingar um stöðu þeirra og þroska.

4.9.3. Niðurstöður slíkra skráninga auðvelda leikskólakennurum að meta hvort þörf sé á snemmtækri íhlutun og frekari mati á stöðu og þroska barna með öðrum matstækjum og/eða skimunum.

4.9.4. Fyrir börn sem þurfa sérstakan stuðning varðandi mál og læsi getur íhlutun leikskólans skipt sköpum fyrir allt frekara nám.

4.9.5. Hér á eftir eru dæmi um matstæki og leiðir til skráningar

4.9.5.1. Á vef um könnunaraðferðina (www.projectapproach.org) er fjallað um skráningar og lýst hvernig hægt er að nýta þær til þess að skoða framfarir barna og færni.

4.9.5.2. Í rannsókninni Á sömu leið var þróaður viðmiðunarlisti fyrir læsi barna og framfarir. Viðmiðunarlistinn er gagnlegur fyrir leikskólastarfsfólk til þess að skipuleggja umhverfi og leikefni barnanna þannig að það stuðli að vinnu með mál og læsi. Einnig er hægt að nýta listann sem gátlista til að skoða framfarir barna í málþroska og læsi. Sjá mynd nr. 2. (bls 16)

4.9.5.3. Orðaskil (málþroskapróf í formi gátlista).

4.9.5.4. HLJÓM2 (notað til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir lestrarerfiðleika síðar meir).

4.9.5.5. Íslenski þroskalistinn og Íslenski smábarnalistinn (gátlisti til að kanna almennan þroska barna en einnig málþroska).

4.9.5.6. o EFI–2 (málþroskaskimun sem ætluð er til notkunar í leikskólum).

4.9.5.7. Staða – framfarir - framhald (Gátlisti til að meta framfarir tvítyngdra barna á aldrinum 3-5 ára í íslensku sem öðru máli, er að finna á www.reykjavik.is).

4.9.5.8. Mat á málþroska tvítyngdra barna er að finna á www.allirmed.is.

4.9.5.9. Guðrún Sigursteinsdóttir, sérkennsluráðgjafi á Þjónustumiðstöð Breiðholts, hefur tekið saman ýmis gögn sem gott er að nota við mat og framfarir á málþroska barna. Gögnin er hægt að nálgast á innri vef skóla og frístundasviðs/fagþjónusta/læsi

4.9.5.10. Í þemahefti um grunnþáttinn læsi er að finna góðan gátlista frá kennara sem telur að íslenskunám barna snúist um samskipti í víðum skilningi. Gátlistann má sjá á mynd 3. (Bls 17)

4.10. 10. Hugmyndir, ítarefni, fræðsluefni og námsgögn

4.10.1. Fjölbreytt tilbúin námsgögn, s.s. spil, tölvuleikir og smáforrit sem örva mál og læsi má nota með öllum barnahópnum.

4.10.1.1. o Orðaspjall er leið til að efla orðaforða og hlustunarskilning barna með bóklestri. Handbók um aðferðina og upplýsingar má finna á www.tjarnarsel.is

4.10.1.2. o Sögugrunnurinn eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur og Rannveigu Oddsdóttur er góður til að vinna með uppbyggingu sögu og frásagna.

4.10.1.3. Orðahljóð eftir Guðrúnu Sigursteinsdóttur eru námsgögn sem ætluð eru til að efla hljóðvitund 3-6 ára barna. Þau má nálgast á innri vef skóla- og frístundasviðs/ fagþjónusta /læsi

4.10.1.4. o Lærum og leikum með hljóðin http://www.laerumogleikum. blog.is/blog/laerumogleikum/

4.10.1.5. o Lubbi finnur málbein http://www.forlagid.is/?p=16717

4.10.1.6. o Markviss málörvun er handbók í þjálfun hljóðkerfisvitundar og tengsl hljóðkerfisvitundar við lestrarferli og myndun læsis.

4.10.1.7. o Ýmislegt um málörvun og boðskipti er að finna í bókunum Ljáðu mér eyra og Bína bálreiða eftir Ásthildi Bj. Snorradóttur.

4.10.1.8. Margvísleg smáforrit til málörvunar leikskólabarna má finna á www.appland.is/leikskoli

4.10.1.9. Tákn með tali http://www.tmt.is/

4.10.1.10. Sagnorðaspilið er mál- og talörvunarefni eftir Hólmfríði Árnadóttur og Böðvar Leós

4.10.1.11. Paxel123, málörvun og stærðfræði á fjölmörgum tungumálum http://paxel123.com/is/

4.10.2. Vefefni sem hægt er að nýta til að fræðast um og skipuleggja vinnu með málörvun og læsi:

4.10.2.1. Lesvefurinn www.lesvefurinn.hi.is . Gagnlegt efni um læsi og lestrarerfiðleika.

4.10.2.2. Fjölbreytta tölvuleiki sem örva mál og læsi er að finna á krakkasíðu Námsgagnastofnunar http://nams.is/krakkasidur/

4.10.2.3. Könnunaraðferðin, þríþætt ferli í vinnslu verkefna þar sem hugað er að undirbúningi og úrvinnslu eykur möguleikann á því að börn dýpki þekkingu sína á ákveðnum viðfangsefnum. www.projectapproach.org

4.10.2.4. Leikur að bókum er vefur með fjölmörgum hugmyndum fyrir þá sem leita nýrra leiða til að vinna með barnabækur í leikskóla á ferskan og spennandi hátt. www.leikuradbokum.net

4.10.2.5. Gagnlegt efni til málörvunar barna með annað móðurmál en íslensku er að finna á www.allirmed.is / íslenska sem annað mál og Tungumálatorginu www.tungumalatorg.is

4.10.2.6. Leiðir til að vinna með og styðja við móðurmál tvítyngdra barna www.modurmal.com

4.10.2.7. Íslenskar rafbækur www.emma.is

4.10.3. Fræðileg umfjöllun

4.10.3.1. o Orð af orði, orðs ég leitaði, skýrsla um þróunarverkefni í Reynisholti 2009-2012. Höf: Guðrún Sigursteinsdóttir.

4.10.3.2. Samskipti og læsi. Fjölbreytt og hugmyndaríkt þemahefti með námskrá frá New Brunswick http://www.gnb.ca/0000/ECHDPE/ curriculum-e.asp

4.10.3.3. o Þróun læsis frá fjögra til átta ára aldurs. Grein eftir Freyju Birgisdóttur. www.netla.hi.is.

4.10.3.4. http://netla.hi.is/menntakvika2011/023.pdfSkrifa nafnið sitt í leikskóla og lesa í grunnskóla. Um þróun í læsi á meðal barna við lok leikskólagöngu. Grein eftir Rannveigu Jóhannsdóttir. www.netla.hi.is.

4.10.3.5. Langtímarannsókn á forspárgildi athugana á málþroska frá leikskólaaldri til fullorðinsára. Grein eftir Jóhönnu Einarsdóttur, Ingibjörgu Símonardóttir og Amalíu Björnsdóttur. Niðurstaðan er sú að einn af þeim þáttum sem virðast stuðla að farsælu námi í grunnskóla er málþekking barna á leikskólaaldri. www.netla.hi.is

4.10.3.6. Leikur og læsi: Rannsókn á samþættingu leiks og læsis hjá tveimur kennurum í byrjendakennslu. M.Ed. verkefni, höf: Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir. www.gegnir.is

4.10.3.7. Eykur P-PALS þjálfun hljóðskerfisvitund og stafaþekkingu hjá leikskólabörnum? B.Ed. ritgerð, höf: Anna María Gunnarsdóttir og Berglind Sigríður Harðardóttir. www.gegnir.is

4.10.3.8. Regnboginn á óteljandi liti. Börn og ljóðagerð, hagnýtar upplýsingar. B.Ed. ritgerð, höf: Eygló Ida Gunnarsdóttir og Virginia Saharopulos. www.gegnir.is

4.10.3.9. Leikur og læsi í leikskólum. Grein eftir Önnu Þorbjörgu Ingólfsdóttur. www.netla.hi.is

4.10.3.10. Málumhverfi og lestrarnám barna í tíu leikskólum. Skýrsla unnin fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið 2011. Höf: Anna Þ. Ingólfsdóttir og Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir.

5. Heimildir

5.1. Ýmsar - sjá stefnu