1. **Persóna** (1., 2., 3. p.)
1.1. Skýring: Bendir á hver framkvæmir.
1.1.1. persóna (1. p.): Ég fer, Við förum.
1.1.2. persóna (2. p.): Þú ferð, Þið farið.
1.1.3. persóna (3. p.): Hann fer, Þau fara.
2. **Tala** (et., ft.)
2.1. Skýring: Gefur til kynna hvort sögnin er í **eintölu** (et.) eða **fleirtölu** (ft.).
2.2. Dæmi: Ég **les** (et.), Við **lesum** (ft.).
3. **Tíð** (nt., þt.)
3.1. Skýring: Segir hvenær atburðurinn gerist. Aðeins **nútíð** (nt.) og **þátíð** (þt.) til prófs.
3.2. Dæmi: Ég **les** (nt.), Ég **las** (þt.).
4. Sjálfstæði
4.1. **Setningar** geta verið sjálfstæðar ef **sögnin er nóg** án frekari orða.
4.1.1. Sjálfstæð: Anna **hlær**
4.1.2. Ósjálfstæð: Önnu **finnst...**
5. **Stofn**
5.1. Skýring: Stofn sagnarinnar fæst með því að setja hana í **nafnhátt** og **sleppa -a.** Til eru undantekningar.
5.1.1. **Kyssa** → **Kyss.**
5.1.2. **Hnerra** → **Hnerr.**
5.1.3. **Þvo** → **Þvo.**
6. **Mynd** (gm., þm., mm.)
6.1. Skýring: Segir hvort gerandinn framkvæmir **(germynd,** gm.), þolandi verður fyrir **(þolmynd,** þm.), eða hvort athöfnin er gagnkvæm/óbein **(miðmynd,** mm.).
6.1.1. Dæmi:
6.1.1.1. Miðmynd (mm.): Við **sjáumst** á morgun.
6.1.1.2. Þolmynd (þm.): Bréfið er **skrifað** af mér.
6.1.1.3. Germynd (gm.): Ég **skrifa** bréf.
6.2. Kennimyndir
6.2.1. Ólíkar eftir beygingu
6.2.1.1. Fyrsta kennimynd
6.2.1.1.1. Nafnháttur (hjá öllum)
6.2.1.2. Önnur kennimynd
6.2.1.2.1. 2.a. Allar sagnir nema núþálegar
6.2.1.2.2. 2.b Núþálegar
6.2.1.3. Þriðja kennimynd
6.2.1.3.1. 3.a. Sterkar sagnir
6.2.1.4. Fjórða kennimynd
7. **Beyging** (vb., sb., rb., núþ.)
7.1. Skýring: Lýsir því hvernig sagnir breytast eftir beygingarflokki.
7.1.1. Sterkar sagnir (sb.): Breytast með hljóðbreytingu í þátíð og hafa oft eitt atkvæði.
7.1.1.1. Sterk: Drekka → Ég drakk (þt., sb.).
7.1.2. Veikar sagnir (vb.): Bæta við endingum í þátíð og hafa oft fleiri en eitt atkvæði.
7.1.2.1. Veik: Mála → Ég málaði (þt., vb.).
7.1.3. Ri-sagnir (rb.): Sérstakur hópur sterkra sagna sem enda á -ri í þátíð.
7.1.3.1. Ri-sögn: Gróa → Ég greri (þt., rb.).
7.1.4. Núþálegar sagnir (núþ.): Hafa óreglulega nútíðar- og þátíðarbeygingu.
7.1.4.1. Núþáleg: Ég veit (nt., núþ.), Ég vissi (þt., núþ.).
8. **Núþálegar** **sagnir** (núþ.)
8.1. Listi: Eiga, Mega, Skal, Vilja, Þurfa, Vera, Hafa, Mun, Unna, Kunna, Vita.
8.1.1. Dæmi:
8.1.1.1. Mega: Ég má (nt., núþ.), Ég mátti (þt., núþ.).
8.1.1.2. Eiga: Ég á (nt., núþ.), Ég átti (þt., núþ.).
8.1.1.3. Vita: Ég veit (nt., núþ.), Ég vissi (þt., núþ.).
9. **Sagnir** og **fallbeyging**
9.1. Sagnir fallbeygjast ekki en áhrifssagnir geta beygt fallorð.
9.2. Föll:
9.2.1. Aðalfall
9.2.1.1. Nefnifall (nf.). Hér er...
9.2.2. Aukaföll:
9.2.2.1. Þolfall (þf.). Um...
9.2.2.2. Þágufall (þgf). Frá...
9.2.2.3. Eignarfall (ef.). Til...
10. **Áhrif**
10.1. Sagnir sem **stýra** fallorðum í **aukafall**
10.1.1. **Áhrifssagnir**
10.1.1.1. Ég **borða** þig
10.2. Sagnir sem **stýra** fallorðum **ekki** í **aukafall**
10.2.1. **Áhrifslausar sagnir**
10.2.1.1. Ég **heiti** Anton
10.2.1.2. 4: Vera, verða, heita, þykja
11. **Persónulegar** og **ópersónulegar** sagnir
11.1. Persónulegar sagnir: Taka mið af persónu og tölu geranda.
11.1.1. Dæmi: Ég **les** bók (1. p., et.), Þeir **lesa** bækur (3. p., ft.).
11.2. Ópersónulegar sagnir: Breytast ekki eftir persónu eða tölu. Þær standa oft með nafnorðum eða setningum.
11.2.1. Dæmi:
11.2.1.1. Að langa:
11.2.1.1.1. Okkur **langar** í köku (1. p., ft.)
11.2.1.1.2. Mig **langar** í köku (1. p., et.).
12. **Hættir** (fh., vh., bh.)
12.1. Skýring: Lýsir afstöðu eða ástandi sagnarinnar.
12.1.1. Dæmi:
12.1.1.1. **Viðtengingarháttur** (vh.): Ef ég eða þótt ég á undan: Ef ég **færi** í sund.
12.1.1.2. **Framsöguháttur** (fh.): Frásögn eða spurning: Ég **fer** í sund. **Ferð** þú í sund?
12.1.1.3. **Boðháttur** (bh.): Farðu í sund!
12.1.1.4. Lýsingarhættir
12.1.1.4.1. Lýsingarháttur nútíðar (lh. nt.): Form sagnar sem lýsir athöfn eða ástandi sem er í gangi.
12.1.1.4.2. Lýsingarháttur þátíðar (lh. þt.): Form sagnar sem notað er með hjálparsögnum til að mynda fullkomnar tíðir.
13. **Setningafræði**
13.1. **Frumlag**
13.1.1. **Frumlag:** **Fallorð** í **nefnifalli**, gerandinn í setningunni.
13.1.1.1. Dæmi: **Kötturinn** étur fiskinn
13.1.2. **Frumlagsígildi:** Fallorð sem er ekki í nefnifalli heldur **aukafalli.**
13.1.2.1. Dæmi: **Mig** langar í kex.
13.1.3. **Gervifrumlag:** Orðið **„Það“** sem vísar ekki á neinn/neitt.
13.1.3.1. Dæmi: **Það** er kalt úti.
13.1.4. **Frumlagseyða.** Ekkert fallorð.
13.1.4.1. Dæmi: **Nú** er byrjað að snjóa.
13.2. **Umsögn**
13.2.1. **Umsögn** er **sögnin/sagnirnar** í setningunni. Geta verið aðal- og hjálparsagnir.
13.2.1.1. Dæmi: **Kom** Andri í kaffi? Ég **hef** oft **hitt** Gunnar?
13.3. **Andlag**
13.3.1. **Fallorð** í **aukafalli** sem beygist vegna **áhrifssagnar**
13.3.1.1. Dæmi: Kötturinn étur **fiskinn.**
13.4. **Sagnfylling**
13.4.1. **Fallorð** (ekki frumlag) í **nefnifalli** sem **ekki beygist** því **sögnin** er **áhrifslaus.**
13.4.1.1. Dæmi: Hverjir eru **bestir?**, Ég er **snillingur.**
13.5. **Einkunn**
13.5.1. **Fallorð** (oft lýsingarorð) sem **skýrir merkingu** aðrar fallorðs
13.5.1.1. Dæmi: **rauðhærði** drengurinn keypti **grænan** bíl; Þetta er búningur **liðsins.**
13.6. **Atviksliður**
13.6.1. **Atviksliður** eru einfaldlega öll **atviksorð** í setningunni.
13.6.1.1. Dæmi: Hún hringdi **oft** í konuna sem söng **of hátt.**
13.7. **Forsetningarliður**
13.7.1. **Forsetningarliður** er **forsetning** í setningu og **öll fallorð** sem hún beygir í **aukafall.**
13.7.1.1. Dæmi: Hann sparkaði **í boltann,** Hún hringdi **í Stjána bláa.**
13.8. **Tengiliður**
13.8.1. **Tengiliður** eru allar **samtengingar.** Geta verið **eitt eða fleiri **orð.
13.8.1.1. Dæmi: Ég er bestur í skák **og** fótbolta; Ég er hérna **vegna þess að** það var hringt.