Hugmyndir um sálina

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Hugmyndir um sálina by Mind Map: Hugmyndir um sálina

1. Hvort mótar hugann meir, reynsla eða meðfædd skynsemi.

1.1. Rökhyggja

1.1.1. Hægt að komast að mikilvægri þekkingu um heiminn og hugann með skynsemi. Rökleiðsla sé nóg, þurfi ekki að safna skynrænum gögnum

1.1.2. Grikkir fyrstir að kenna rökhyggju, fyrirmynd þeirra var rúmfræði, þríhyrningur 180 gráður, ef þú veist 2 horn þarf engin mælitæki til að mæla það þriðja. Tvíhyggjumaðurinn Platón hér fremstur í flokki. Platón hélt fram kyrrðinni.

1.1.3. Frægt dæmi Platóns er frásögn þegar Sókrates sýnir Menóni að þræll skilur flatarmálsfræði og að þekkingin búi í sál hans og sálin felur einhvern vegin í sér eðli veraldarinnar =veröldin og sálin lúta sömu rökum

1.1.4. Manneskjur búa yfir þekkingu án þess að þurfa til þess sérstaka skynreynslu af veröldinni, þekking geti fengist með röklegri íhugun. Rökhyggjumaður gengur að skynseminni gefinni, hún er grundvallareiginleiki.

1.1.5. Parminídes. Rökhyggjumenn oft sammálanhonum, sálfræðingar af þeirri gerð mundu leggja rannsóknir á máli, hugsun og skynsemi til grundvallar

1.1.6. Sjálfsvitund= þykkt og viðamikið sjálf, rökleg miðja sem stýrir hegðun hennar og hugsun, miðstöð á bak við yfirborðsveruleikann.

1.2. Raunhyggja

1.2.1. Segja að engin þekking á heiminum verði til án þess að skynfærum sé beitt, verður að standa upp og athuga heiminn til þess að vita eitthvað um hann.

1.2.2. Hugurinn býr aðeins yfir því sem hann hefur skynjað og reynt(þessvegna stundum kallað reynsluhyggja).

1.2.3. Hugurinn er ómótaður við fæðingu en skynmyndir af veröldinni tengjast skipulega til þess að mynda skilning, hugtök og þekkingu.

1.2.4. Heraklítos. Sálfræðingar sammála honum mundu rýna í hegðun og tilfinningu á undan rökum og skynsemi.

1.2.5. Sjálfsvitund= rýrt lágmarkssjálf sem hefur lítið og óljóst stjórnunarhlutverk. Umhverfi og aðstæður hafa mikil áhrif

2. Hvað stýrir hegðun, frjáls viljastýrður hugur eða vélræn lögmál

2.1. Markhyggja

2.1.1. Skýrir hegðun með markmiðum hennar eða tilefni. Einhver sem vill eitthvað og trúir að hægt sé að ná markmiðum sínum með réttum aðgerðum. Markmiðið skýrir aðgerðina.Þegar tilefnið er ljóst er skýringin tilbúin. Þetta er allra venjulegasta hugmynd um sálarlíf og mikilvægur hluti af hversdagsleikanum. Dæmi= jón fór í ísskápinn til þess að fá sér að éta. Algengustu skýringar á hegðun sem til eru, eru MARKHYGGJA.

2.1.2. Stundum er markhyggju ætlað að skýra allt sem gerist í veröldinni, dæmi1= Þór skapar þrumur. Dæmi2= veröldin þróast til samræmis við vilja Guðs og lögmál sem hann setur, öll framvinda er hægt að skýra að hún sé í samræmi við vilja Guðs.

2.1.3. Aristóteles sagði að öll fyrirbæri náttúrunnar laðist að einhvers konar fullkomnun frumglæði allrar tilveru. Raðast á kvarða eftir því hve vel þau hafa fullkomnað eða raungert möguleikana sem búa í eðli þeirra. Ekkert í náttúrunni gerist af tilviljun. Þessi markhyggjuheimsmynd gerði ekki ráð fyrir persónulegum guði en kristni kirkjan átti margt sameiginlegt með þessu

2.1.4. Hagnýt sálfræðikerfi, t.d hagnýt meðferðarsálfræði með áherslu á hversdagsskýringar nota markhyggju.

2.1.5. Viljaskýringar alls ekki

2.2. Vélhyggja

2.2.1. Hreinar og klárar skýringar. Eins og efnaformúla, ef það er fyllt rétt út í hana færðu rétt svar, hrein klár og endanleg.

3. Er hugur sjálfstætt fyrirbæri eða ekki?

3.1. Einhyggja

3.1.1. Veröldin öll af einum toga, hvort sem það er efnislegt eða andlegt.

3.1.1.1. Efnishyggja

3.1.1.1.1. Sannfærð um að efni sé undirstaða allra fyrirbæra(líka sálarlíf og hugheimar).

3.1.1.2. Hughyggja

3.2. Tvíhyggja

3.2.1. Telja að hugur sé eitt og líkaminn annað. Hugurinn lýtur öðrum lögmálum en efni og því þurfti að taka hann sérstökum fræðilegum tökum.

3.2.2. Kenning Platóns: efnisheimur sé eins og skuggi eða afmyndun af andlegum veruleika. svona tvíhyggja kemur víða fram í kristni trú(hafði áhrif á afstöðu Marteins Lúters og annarra siðbreytingarmanna), sál guðgleg, ódauðleg og góð. (Holdið annað verra)

3.2.3. René Descartes, tvíhyggjukenning hans skipti veröldinni í tvennt.

3.2.3.1. 2. Öll veröldin(fyrir utan hugann). Tekur rúm, hægt að búta í hluta og allir hafa jafnan aðgang. Eins og vél.

3.2.3.2. 1. Hugurinn er hugsun og vitund. Tekur ekki rúm, ekki bútaður í hluta og er bara persónunni sem hefur hugann.

4. Gefur sálfræði raunverulega mynd af huganum eða eru hugtök hennar bara hjálpartæki og mannasetningar.

4.1. Hluthyggja/Raunhyggja

4.1.1. Afstaða að fyrirbæri í heimsins séu til óháð mannlegri skynjun eða kenningum og að þekking sé um heiminn eins og hann er í raun. Hugtök sem notuð eru í vísindum, samsvara þau náttúrulegum veruleika eða ekki? Hvort vísindaleg hugtök séu almennt góð og gild því þau samsvara sjálfstæðum veruleika nákvæmlega eða þau eru í sæmilegu samræmi við eitthvað í mannlífinu sem nægir til að þau geri gagn. T.d. Greind, var hún uppgötvuð eða fundin upp?

4.2. And-hluthyggja

4.2.1. And-hluthyggja/Hlutleysuhyggja

4.2.1.1. Heldur fram efasemdum um sjálfstæðan veruleika þess sem er skynjað og skilið. Þarf ekki að eiga við allan heiminn, getur tekið til afmarkaðra fyrirbæra.

4.2.2. Tæknishyggja

4.2.2.1. Vísindakenningar eiga að smíða líkön af veruleikanum sem veita góð svör við góðum spurningum, kenningar góð tæki til þess.

4.2.3. Nafnhyggja

4.2.3.1. Segja að bakvið hugtök sé sérstakur veruleiki. Dæmi1= hugurinn, orð yfir ýmislegt sem fólk gerir, það man, kvíðir, hikar, tuðar ofl. Þetta er ekki eitt en samt er þetta kallað hugur. Dæmi2= íslensk knattspyrna, bara safnahugtak, óljós vísun í alla vellina, leikmenninga ofl. Enginn einn almennur veruleiki þar bakvið. Nafnhyggja spyr hvaða veruleiki er bakvið óhlutkennd hugtök og safnhugtök.

4.2.4. Hughyggja

4.2.4.1. Ætlað að leysa vandann um samband mannshugar og veraldar. Þekkingarfræðispurningin mikla um aðild skynjunar að veruleikanum. Dæmi= er hljóð til? Ef enginn skynjar tónlist er þá raunverulega tónlist í gangi? Skiptist veröldin í eiginleika sem eru til óháð skynjun og eiginleikar sem eru háðir henni eins og hljóð, litur og lykt? Hvað um sálarlífið? Margar svona djúpar spurningar um eðli efnisheims, vitundar og þekkingar.

4.2.5. Afstæðishyggja

4.2.5.1. Kom til sögunnar með grískum sófistum, heldur því fram að mannleg skynjun og hugsun sé á mælikvarða allra hluta. Sannleikurinn sem á við um samfélög fólks og hugsun þess er afstætt eftir sjónarhornum, getur átt við um siðferði og aðra þekkingu. T.d. Það sem er talið gott og gilt í Súdan er ekki allt viðurkennt í Reykjavík. Afstæðishyggjufólk heldur fram kenningum um siðferði, félagsskilning og hugsun sem gerir mikið úr afstæðum hugarheimum og hugmybdafræði mannfólksins.

4.2.5.2. Segja t.d. Með náttúrulögmálið að það fari eftir sjónarhorni hvort það teljist rétt. Andstæðishyggja er bundin við mannlegar lýsingar og sjónarhorn, ekki sjálfstæða tilveru.