Vegangerðin

Pitch deck grunnur fyrir Vegangerðina

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Vegangerðin by Mind Map: Vegangerðin

1. Kynning

1.1. Ég heiti Atli Stefán og með er Kristján Thors. Við ætlum að segja ykkur frá Vegangerðinni.

1.2. Vegangerðin býr til græna íslenska matvöru fyrir heimili, veitingastaði og veisluþjónustu.

2. How

2.1. Við viljum framleiða Tempeh úr íslensku hráefni, eins og byggi eða höfrum til auka sjálfbærni vörunnar.

2.2. Vegangerðin ætlar að framleiða á höfuðborgarsvæðinu og selja beint til viðskiptavina okkar.

2.3. Tempeh verður í boði sem reglubundin áskrift. Viðskiptavinir geta valið sér tíðni, magn og afhendingardaga á vef Vegangerðarinnar og afgreitt sig sjálfir. Hægt verður að sækja frítt eða fá heimsent gegn gjaldi. Viðskiptavinir geta breytt pöntun eða hætt við nær fyrirvaralaust.

2.4. Markhópar okkar eru heimili, veitingastaðir og veisluþjónusta. Seinna meir höfum við hug á því að koma Tempeh í sérverslanir og matvörumarkaði.

2.5. Staðkvæmdarvörur Tempeh eru til dæmis tofu og Oumph. Oumph kostar í kringum 3000 kr. hvert kílógramm. Við erum nú þegar farnir að prófa framleiðslu og við við teljum okkur geta keppt við þessi verð.

2.6. Við erum í startholunum og erum með áætlun fyrir næstu skref. Hópfjármögnun á vel við Vegangerðina og það eru svipuð verkefni sem hafa farið þá leið.

2.7. Vegangerðin ætlar að gera sitt í að vernda umhverfið og mun framleiða bragðgóða og sjálfbæra matvöru fyrir Íslendinga.

3. Why

3.1. Vegan-vörur njóta mikilla vinsælda þessa dagana um víða veröld og eru Íslendingar engin undantekning í því. Á Facebook er að finna yfir 22 þúsund meðlimi í hópnum Vegan Ísland. Það eru 6,18% þjóðar.

3.2. Íslendingar leita næstmest eftir vegan á leitarvél Google í heiminum, á eftir eyjunni Jersey. Og var í fyrsta sæti nýlega!

3.3. Lítið er um tölfræði frá Íslandi. En alþjóðlega eru vegan vörur í miklu vexti. Markaðurinn mun tvöfaldast á næstu fimm árum, og verða 80 milljarða dollara markaður.

3.4. Vegan-matvara á Íslandi er að mestu leiti flutt inn með tilheyrandi kolefnisspori. Þessu vill Vegangerðin breyta.

4. What

4.1. Vegangerðin ætlar að byrja á því að færa Íslendingum Tempeh úr íslensku hráefni.

4.2. Tempeh er vegan-matvara með rætur sínar að rekja til Indónesíu, sem uppgvötaðist óvart við framleiðslu á Tofu.

4.3. Tempeh er búið til úr sveppum og kolvetnisríkri fæðu eins og baunum, höfrum eða byggi. Sveppurinn nærist af kolvetninu og breytir því í prótein, trefjar og vítamín. Tempeh gerjast á innan við þremur dögum í 30° hita.

4.4. Fljótlegt er að elda Tempeh og einfalt að bragðbæta eftir smekk. Tempeh er hægt að kryddleggja, steikja, grilla, nota sem borgarahleif, inn í vefju, á teini, sem bollu og ofan á brauð.

4.5. Tempeh er ríkt af próteini, trefjum, járni, magnesíum og B vítamínum. Það er meira að segja kalk í Tempeh, sem mannslíkaminn meltir betur en kalk úr mjólkurafurðum.

4.6. Við erum tveir vinir í Vegangerðinni. Kristján er kokkurinn og hefur brennandi ástríðu fyrir matargerð. Vinakokkur hans í Kaupmannahöfn benti honum á Tempeh fyrir ári síðan, og Kristján flaug út í heimsókn til að læra að framleiða það hjá honum, beint eftir Fleetwood Mac tónleika sem við fórum á saman.

4.7. Ég er viðskiptafræðingur og elska að borða góðan mat. Þannig náum við svona vel saman. Og svo vegum við hvorn annan upp með mismunandi hæfileikum.