Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Fylgispekt by Mind Map: Fylgispekt

1. Hvað er fylgispekt?

1.1. Kröftugt afl sem getur verið í formi félagslegs þrýstings eða áhrifa á undirmeðvitundina. Eins mikið og mannfólkið vill líta á sig sem einstakling er staðreyndin sú að flestir vilja passa inn í fjöldann.

1.2. Tilhneiging til að samræma viðhorf, trú og hegðun við þá sem eru í kringum þig.

1.3. Breyting á hegðun eða skoðun í takt við raunverulegan eða ímyndaðan þrýsting frá öðrum.

1.4. Fylgni við beinar eða óbeinar reglur.

1.5. Mismunandi tegundir fylgispektar:

1.5.1. Einstaklingsbundnar skoðanir: Einstaklingar með persónuleg einkenni eins og hvatningu til að ná árángri og miklum leiðtogahæfileikum eru tengdir við að hafa minnkandi tilhneygingu til að fylgja.

1.5.2. Stöðluð fylgispekt: Þegar einstaklingur breytir um hegðun til að passa betur inn í hóp og forðast það að standa út úr.

1.5.3. Einkennandi aðstæður: Fólk er líklegra til að fylgja í óljósum aðstæðum þar sem einstaklingurinn veit ekki hvernig hann á að bregðast við aðstæðum.

1.5.4. Undanlátssemi: Þegar aðili hagar sér í samræmi við hegðun þeirra sem hann umgengst í von um að fá jákvæð viðbrögð og hljóta umbun.

1.5.5. Tileinkun: Þegar aðili breytir opinberri hegðun sinni til að samræma hana hegðun annarra og er einnig sammála hegðuninni. Tileinkun á sér stað þegar manneskjan hefur litla þekkingu um efnið og þorir ekki að taka afstöðu þegar hann er ekki viss. Tileinkun er alvarlegri en undanlátssemi þar sem áhrifin eru varanleg því að skoðunum er endanlega breytt.

1.5.6. Samsömun: Þegar aðili verður viljandi fyrir áhrifum hóps til þess að ganga betur innan hans og eiga í auðveldari samskiptum við meðlimi hópsins. Aðilinn samræmir sig væntingunum sem fylgja samfélagshlutverki. T.d. hjúkrunarfræðingar og lögregluþjónar.

2. Rannsóknir á fylgispekt

2.1. Solomon Asch gerði rannsóknir á fylgispekt (conformity). Rannsóknin fór þannig fram að fólk sat í röð og átti að segja lengd lína á mynd sem Asch hafði úthlutað þeim. Fólkið sem svara átti síðast var líklegt til að fylgja svörum hinna, þrátt fyrir að þau svör voru röng. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að fólki fannst það vera undir pressu hinna þáttakendanna að svara eins og vera sammála. Samanburðarhópur sem dæmdi lengd línanna í einrúmi gáfu rétt svör, enda ekki undir pressu hinna þáttakendanna.

2.2. Jenness gerði einnig rannsóknir á fylgispekt. Hann notaði óljósar aðstæður sem fólst í að nota glerflösku sem var fyllt með 811 hvítum baunum. Þátttakendur voru 101 sálfræðinemar sem áttu að meta fjölda bauna í flöskunni. Þátttakendum var skipt í þrjá hópa og beðnir um að veita hópmat í gegnum umræðu. Í kjölfar umræðunnar fengu þátttakendur, hver fyrir sig, að meta fjölda baunanna í flöskunni. Með þeim tilgangi að sjá hvort þau myndu halda sig við upprunalegu svör sín. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að næstum allir þátttakendur breyttu upprunalegu svari sínu. Að meðaltali breyttu karlkyns þátttakendur svari sínu með 256 baunum og kvenkyns þátttakendur með 382 baunum. Þátttakendur breyttu svörum sínum vegna þess að þau töldu að hópmatið væri líklegra til að vera réttara en þeirra eigið einstaklingsmat.

3. Hvers vegna fylgjum við öðrum?

3.1. Þegar við erum óviss um hvernig við eigum að haga okkur lítum við til annarra.

3.2. Normative Conformity: -Láta undan hópþrýstingi. -Hræðsla við að vera hafnað af hópi. -Manneskja segist fylgja viðhorfum ákveðins hóps af félagslegum ástæðum en er í raun ekki sammála þeim.

3.3. Informational Conformity: -Þegar manneskju vantar þekkingu/kunnáttu og leitar til hóps fyrir leiðsögn. -Þegar manneskja er í óvenjulegri stöðu og ber hegðun sína saman við hóp. -Manneskja tekur upp hegðun og viðhorf hóps.

3.4. Non Conformity: -Ekki allir láta undan félagslegri pressu. -Ákveðnir þættir hafa áhrif á löngun manneskju til að halda einkennum sínum sem sjálfstæður einstaklingur.

3.5. Dæmi um fylgispekt:

3.5.1. Sigga flytur og byrjar í nýrri vinnu. Konurnar sem vinna með henni fara allar út í sígó í kaffipásunni. Sigga byrjar að reykja svo hún geti fylgt þeim út í kaffipásunni.

3.5.2. Drengur vill aðeins klæðast bleikum bol en þegar hann fer í leikskólann segja strákarnir við hann að bleikur sé stelpulitur. Til að falla betur í hópinn fer drengurinn í bláan bol.