UT í menntun og skólaþróun 2020 - hugmyndir um nýtingu stafrænnar tækni í kennslu

Hér geta nemendur á námskeiðinu UT í menntun og skólaþróun sett hugmyndir sínar um nýtingu UT í námi og kennslu

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
UT í menntun og skólaþróun 2020 - hugmyndir um nýtingu stafrænnar tækni í kennslu by Mind Map: UT í menntun og skólaþróun 2020 - hugmyndir um nýtingu stafrænnar tækni í kennslu

1. Á quizlet.com er hægt að gera ýmislegt. Það er hægt að búa til krossapróf til þess að undirbúa sig, gera flashcards til þess að hjálpa sér í undirbúningi til þess að læra eitthvað utan af. Svo er hægt að búa til tengispurningar svo eitthvað sé nefnt. Þetta allavega hjálpaði mér mikið í BA-náminu mínu (Gunnar Karl Haraldsson)

2. Myndvarpi Whiteboard og MET Í sambandi við MET eða BYOD- hugmyndirnar er spennandi að nota myndvarpa sem er hægt að tengja t.d. með Appel-TV, Miracast eða Chromcast með tæki nemenda til að skapa sameiginleg rafræn töflu. Í fjarkennslu er hægt að nota Microsoft Whiteboard t.d. i Teams til að nota handskrift og teikningar. Bernd Hammerschmidt

3. Mjög gott og skemmtilegt forrit fyrir náttúrufræðikennslu til að skoða og rannsaka náttúruleg fyrirbæri og læra um jörðina almennt á mjög fjölbreyttan og myndrænan hátt. Það leyfir að „ferðast“ um hnöttinn þegar ómögulegt er að fara og skoða náttúruna í beinni. Hentugt fyrir bæði einstaklings- og hópaverkefni á öllum skólastigum. Það er ókeypis, hægt að hlaða niður á tölvu, síma eða spjaldtölvu og auðvelt að nota. Allskonar hugmyndir og gögn til á heimasíðunni.

3.1. Veronica Piazza

4. Hægt að setja inn myndbönd. Myndböndin geta verið stutt. Þau geta verið innlagnir, stuttar skýringar, verkefnalýsingar eða sýnishorn af verkefnum. Þau geta líka verið eitthvað af þessu allt í bland. Hægt er að hafa myndböndin opin eða lokuð eða óskráð. Óskráð myndbönd er bara hægt að sjá ef maður er með hlekkinn á viðkomandi myndband.

4.1. Gauti Eiríksson

5. Write your best with Grammarly.

5.1. Kjartan Þór Ingason

6. Mjög svo skemmtileg viðbót í google pakkann þar sem hægt er að nýta sér bitmojie forritið til að setja upp skemmtilegar glærur og/eða kynningar þar sem þú getur sett "þinn" bitmojie kall í alskonar útfærslum. set með hugmynd af glæru sem ég bjó til fyrir sjálfan mig

6.1. Google Slides - create and edit presentations online, for free.

6.1.1. Rakel Eva Eiríksdóttir

7. Ellen Alfa Högnadóttir

8. Elva Þórisdóttir

9. (Ingibjörg Emilsdóttir)

10. animation forrit fyrir nemendur til að búa til teiknimyndir með fyrirfram tilbúnum fígúrum eða þá að þeir geta gert sínar eigin.

11. Myndvinnsluforrit

11.1. GIMP (SaraElísabet)

11.2. Vectornator (Ásdís Ólafsdóttir)

11.2.1. Ókeypis forrit sem býður uppá vinnslu með vector grafík. Er í svipuðum flokki og Illustrator frá Adobe. https://www.vectornator.io/

11.3. draw.io (Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson)

11.3.1. Ókeypis vefforrit sem býður upp á að gera allskonar útskýringarmyndir og "diagram" en með fylgir ýmsar "customized" myndir og form þannig að maður þarf ekki að byrja að því að rissa frá grunni. Hægt að vista niður myndum í fullum gæðum í .svg, .png o.s.frv. formöttum

12. Bókagerð

12.1. BookCreator(SaraElísabet)

13. Seesaw - verkefnavinna/ferilmappa

13.1. Thatquiz - drillæfingar í stærðfræði o.fl. Fínt í heimaverkefni.

13.1.1. Elva Þórisdóttir

13.2. Elva þórisdóttir

14. Socrative - fínt í próf/kannanir

15. Smáforrit í síma

15.1. ReWi - aukin hamingja - lífsleikni, appnotkun

15.1.1. Anna Þóra Ísfold

16. Kahoot - Skemmtileg leið til að gera/taka stöðupróf

16.1. Eva Björg Sigurðardóttir

17. Bitmoji í Google Classrom - snilld til að senda nemendum t.d. verkefnalýsingar

17.1. Eva Björg Sigurðardóttir

18. Nearpod (nearpod.com) - gagnvirkir fyrirlestrar, verkefni o.fl. Ókeypis og nemendur þurfa ekki að skrá sig inn.

18.1. Áslaug Högnadótir

19. KeyNote. Gott að nota til að búa til kynningar. Fyrir kennara og nemendur. Virkar svipað og PowerPoint en með fleiri möguleika.

19.1. (Regína Ásdísardóttir)

20. Camtasia. Gott forrit til að hanna námsefni. Kostar ca. 15.000 á ári.

20.1. Bryndís Valberg

21. Flipgrid

21.1. Íslenka: nemendur geta æft sig að lesa upp ljóð og skilað til kennara. Góð leið fyrir þá sem eru feimnir að vita að einungis kennarinn getur sér verkefnið

21.1.1. Enska: nemendur æfa enskan framburð með því að svara spurningum og senda til kennara.

21.1.1.1. Ellen Alfa Högnadóttir

22. Forritun með Lego Wedo 2.0

22.1. LEGO® Education WeDo 2.0 Core Set (Halla María Þórðardóttir)

23. Kami

23.1. Kami | Your Digital Classroom Hero

23.1.1. Halla María Þórðardóttir

24. Davinci Resolve

24.1. Klippiforrit til að klippa myndbönd. Frítt. Þetta er nokkuð gott klippiforrit en hægt að klippa myndbönd í tveimur fösum, einföldum og aðeins flóknari. Einnig hægt að vinna töluvert með hljóð og ýmsa aðra möguleika.

24.1.1. Gauti Eiríksson

25. Toontastic

26. Sketchup

26.1. Forrt til að útbúa/teikna hluti í 3d

26.1.1. (Ingibjörg Emilsdóttir)

27. Quizlet

27.1. Að mörgu leyti líkt kahoot en þarna er nemendum skipt í hópa og þau þurfa að vinna saman að því að finna rétt svör. Ólíkir valmöguleikar birtast á tækjunum þeirra og rétt svar birtist aðeins í einu tæki. Mjög skemmtilegt sem uppbrot í kennslustund en er á sama tíma lærdómsríkt.

27.1.1. (Margrét Soffía Einarsdóttir)

27.2. Hef notað með nemendum frá 4. - 10. bekk í ensku, þeir fá orðaforðalista hér, æfa þá og ég kennarinn get haft yfirsýn á hverjir æfa þá, hversu oft og hvernig. Q.Live gerir nám að leik.

27.2.1. Íris Olga Lúðvíksdóttir

28. Sway

28.1. Forrit til að búa til kynningar - sway.office.com. Sway er ókeypis fyrir alla með Microsoft aðgang.

28.1.1. Brynja Dís Guðmundsdóttir

29. Qizizz

29.1. Sigmar Karlsson

29.2. Skemmtilegt spurningaforrit

29.3. https://quizizz.com/

30. Duolingo

30.1. Forrit til að læra tungumál. Hægt að nota ókeypis. Hvetjandi og skemmtilegt. Er sjálf að æfa mig í finnsku

30.1.1. Lára Halla Sigurðardóttir

31. Edpuzzle

31.1. Síða sem gerir manni kleift að breyta myndböndum, t.d. tala inn á myndband um eldgos, stöðva við viss atriði, bæta inn myndum osfr.

31.1.1. Íris Olga Lúðvíksdóttir

32. Padlet

32.1. Hrönn Óskarsdóttir

32.2. Padlet er ókeypis verkfæri á netinu sem er einskonar tilkynningartafla.

32.3. Nemendur og kennarar geta notað Padlet til að setja athugasemdir á sameiginlega síðu.

32.4. Efnið sem hægt er setja inn er t.d. glósur frá kennara, nemendur geta sett inn myndskeið, myndir, svör, spurningar, skjal og svo margt fleira

32.5. Padlet: You are beautiful

33. Explain Everything

33.1. https://explaineverything.com (Andri Sigurðsson)

33.2. Gagnvirk "Tafla". Hægt að vinna að hugmyndum/fyrirlestrum með hópum. Allir geta breytt saman. Einnig hægt að útbúa myndbönd úr fyrirlestrum til að nýta í fjarkennslu. Tengist ýmsum öðrum forritum eins og OneDrive og Google svítunni (Docs, Drive).

34. Bitmojie

35. Zoom - hlutverkaspil

35.1. Vettvangur fyrir nemendur til að hittast og efla félags- og samskiptafærni. Nota hlutverkaspil sem grunn sbr. One night Werewolf, Mafia, Codename og Resistance. Hægt að spila hvort sem er á íslensku eða ensku. Hægt að aðlaga að ólíkum aldursstigum með val á hlutverkaspilum.

35.1.1. Hildur Margrétardóttir

36. Grammarly

36.1. Fábært málfarsforit fyrir texta skrif á ensku. Gerir athugasemdir við stafsetningu en ólíkt einföldum ritvinslu forritum gerir Grammarly athugasemd við málfar, samheitaorð, andstæður og uppbyggingu setninga eftir tegund skjalsins. T.d. ertu að skrifa óformlegt bréf eða fræðilegan texta?

37. Google Earth

37.1. https://www.google.com/earth/

38. Canva

38.1. Canva er síða þar sem maður getur búið til endalaust af efni. Þessi síða frekar einföld og notendavæn. Hægt er að búa til veggspjöld, nemendakort, auglýsingar, verkefni fyrir nemendur og svo margt fleira.

38.1.1. Hægt er að nota þetta við gerð verkefna. Ég sjálfur hef notast oft við þetta í graffískri hönnum fyrir skóla og nemendafélög til að hanna boðsmiða, plaggöt og skírteini.

38.1.1.1. Lárus Jón Thorarensen

38.2. www.canva.com

39. Classroomscreen

39.1. www.classroomscreen.com

39.2. Classroomscreen er sniðug vefsíða til þess að hjálpa kennurum að koma skilaboðum til nemenda sem eru að vinna í kennslurými. Kennari varpar skjánum upp og getur valið á milli fjölmargra tóla til þess að birta, allt á sama skjánum. Sem dæmi um tól má nefna skeiðklukku, hávaðamæli, texta og teninga.

39.2.1. Oddný Helga Einarsdóttir

40. turnitin

41. Vyond

41.1. Þetta er forrit til myndbandavinnslu þar sem teiknimyndir eru ríkjandi. Hægt er að púa til bakgrunn, hluti og persónur auk þess sem ríkulegur banki er í grunnpakka. Einu takmörkin við vinnslu myndabanda hér inni er okkar hugmyndaauðgi. Myndir, hreyfing, myndbönd, tal, tónlist og texti. Elín Yngvadóttir.

42. Google Classroom

42.1. Google Classroom er gott verkfæri til að halda utan um allt nám nemenda. Þar hafa nemendur aðgang að ýmsum tólum úr Google umhverfinu sem nýtast til verkefnavinnu. Sem dæmi má nefna Google docs, Google slides, Google sheets og margt fleira. Einnig hafa kennarar þarna tækifæri til að fylgjast með vinnu nemenda á meðan hún fer fram og í hópavinnu er hægt að sjá hver vann hvaða hluta verkefnisins. Flott tæki sem nýtist bæði nemendum og kennurum í skólastarfi. Classroom: manage teaching and learning | Google for Education Úlfhildur Helga Guðbjartsdóttir

43. OBS er ókeypis forrit þar sem hægt er að taka upp skjáinn eða glærufyrirlestur og tala yfir hann. Með þessum hætti geta bæði kennari og nemendur tekið upp stutt fræðsluerindi og miðlað þeim áfram til samnemenda. Gæti nýst í fjarkennslusamengi en einnig ef nemendur eiga erfitt með að halda fyrirlestra vegna kvíða eða frammistöðótta. Open Broadcaster Software®️ | OBS

44. Audacity

44.1. Audacity er ókeypis hljóðvinnsluforrit sem hægt er að hlaða niður fyrir windows og mac tölvur. Hægt að taka upp hljóðupptökur, hlaðvarp og einnig klippa til upptökur og hverskyns hljóð. Nemendur geta notað forritið til að búa til hlaðvörp, taka upp lestur o.fl.

44.1.1. Magdalena M. Einarsdóttir.

44.2. Home

45. Voice Dream Reader

45.1. Nemendur, kennarar og aðrir sem glíma t.d. við lesblindu eða aðra lestrarörðuleika geta nýtt sér þetta forrit. Forritið les PDF skrár, námsbækur og texta af blaði fyrir notandann. Efnisgreinin litast og hvert orð litast um leið og lesið er. Hægt er að hlaða inn rafbókum ásamt því að fá viðbót sem getur skannað inn texta af blaði. Hægt er að fá tvær íslenskar raddir í forritið.

45.2. https://www.voicedream.com/ (Sveinn Guðmundsson)

46. Teacher.desmos.com

46.1. Skemmtileg lifandi stærðfræðiverkefni sem henta vel í fjarkennslu og rauntímakennslu. Hægt að nota verkefni úr verkefnabanka, hægt að þýða verkefni sem aðrir hafa gert og hægt að búa sjálfur til verkefni. (Þórunn Jensdóttir).

47. Jitsi Meet - Instant Free Videoconferencing

47.1. Góður open source fjarfundabúnaður (Hrafnkell Brimar)

48. Quizlet.com

49. Greenscreen app í Ipad

49.1. Forrit í Ipad þar sem nemendur geta tekið upp myndbönd og sett hvaða bakrunn sem er bakvið. Það er betra að hafa grænanvegg á bakvið. Við höfum notað þetta í samfélagsfræði í 9.bekk til að búa til veðurfréttir og þau hafa valið sér frétr og flutt í upplýsingatækni í 8.bekk. Einfalt en mjög skemmtilegt forrit.

49.1.1. Anna Lena

50. MOOCs

50.1. KhanAcademy. Vefsíða með ótrúlegu magni af efni í mörgum mismunandi greinum. Hægt að fara í gegnum heila áfanga og með öllu eru mjög þægileg kennslumyndbönd. Virkar á margan hátt eins og Duolingo nema hér er meiri fókus á raungreinar. Síðan getur virkað svolítið ógnandi í fyrstu (vegna þess hve mikið er í boði) en með smá þolinmæði er hægt að finna skýringar á öllu. Hægt er að nálgast síðuna bæði sem kennari og sem nemandi.

50.1.1. Daði Þór

51. Google classroom

51.1. Einfalt og notendavænt, auðvelt að gefa endurgjöf og auðvelt að einstaklingsmiða verkefni þar sem þú getur valið hvaða nemendur fá tiltekið verkefni. Það er auðvelt að eiga samskipti, annað hvort við allan hópinn eða einstaka nemendur. Hægt að gera efni eins og hljóð og rafbækur og annað efni aðgengilegt og mér finnst classroom auðvelda allt utanumhald.

51.1.1. Þuríður Lilja

52. startupsupernova.is/smaforrit

52.1. Kennsluappið er hugbúnaður fyrir snjalltæki sem mun innihalda mikið magn fjölbreyttra menntunarleikja fyrir hinar ýmsu námsgreinar á íslensku og öðrum tungumálum. Í boði verða bæði leikir til að tileinka sér efni og til að æfa skilning. (Jón Heiðar Ríkharðsson)

53. Youtube

54. Hlaðvarp

54.1. Business Wars https://wondery.com/shows/business-wars/

54.1.1. Ágúst Ingi Sævarsson

55. Nearpod

55.1. Frábært forrit til að nota með fólki/börnum á öllum aldri. Nýtist vel í kennslu í öllum námsgreinum sem og á fundum. Gagnvirkir fyrirlestrar með fullt af skemmtilegum möguleikum þar sem hlustandi/áhorfandi getur tekið þátt á skemmtilegan hátt. nearpod.com , http://ingvihrannar.com/nearpod/ (Erna Þórey Jónasdóttir)

56. Minecraft

56.1. Í Minecraft Education Edition er hægt að sækja kort fyrir leikinn sem kenna mismunandi fög eins og tungumál, sögu, raungreinar, listir og hönnun, stærðfræði og tölvunarfræði. Börnin kannast við forritið sem er jákvætt. Skemmtileg tilbreyting sem hægt er að nýta til náms. (Rúnar Þór Halldórsson)

57. Google classroom - Quiz og Quiz assignment. Hef verið að nýta þetta sem regluleg stöðupróf. Er hægt að hafa bæði krossaspurningar og spurningar með stuttum og löngum textum. Gefur möguleika á að gefa einkunnir sem auðvelt er að halda utanum á einum stað inní hópnum - Jón Ragnar Ástþórsson

58. Trello

58.1. Trello er einfalt og sveigjanlegt smáforrit til að skipuleggja verkefni, hugmyndir, ferla eða hvað annað sem krefst skipulags og yfirsýnar. Trello býður upp á ýmsa tækni sem hentar nemendum vel. Tilvalið að nota það í hópvinnu þar sem hver hópur getur sett upp sérhannað skipulag. Passar verkefna- og viðburðastjórnun vel, stórum hópverkefnum og nemendafélögum t.d. Þægilegt og einfalt í notkun. (Guðrún Edda Reynisdóttir og Arna Rún Ómarsdóttir)

59. Unreal Engine 4

59.1. Unreal Engine 4 er frítt og mjög öflugt forrit sem er í grunninn umhverfi til leikjagerðar. Þrátt fyrir það hefur forritið verið þróað í mörg ár til að takast á við margskonar stafræna hönnun. Þar á meðal gagnvirk kynningar- og kennsluforrit. UE4 er nú þegar notað við gerð kvikmynda, sjónvarpsþátta, kynningar- og kennsluforrita til að nefna nokkur dæmi.

59.1.1. Stefán Þórsson

60. Discord

60.1. Discord er samskiptaforrit sem hannað var fyrir tölvuleikjaspilara á meðan leikjum stæði. Forritið gerir þeim (leikjaspilurum) kleift að sniðganga samskiptaviðmót innan leikjanna sem þeir spila. Viðmót leikja geta verið óþægileg í notkun eða annars illa hönnuð. Nemendur mínir hafa tekið ástfóstri við Discord því að samskiptatól hjá Teams og Innu eru ekki nægilega einföld í notkun. Discord gerir rauntímasamskipti mjög einföld, og er frítt

60.1.1. Stefán Þórsson

61. Spark Video

61.1. Fyrir stuttmyndagerð. Hægt að nota ljósmyndir eða tákn, mjög einföld hljóðupptaka. Frábært í bókaskýrslur.

61.1.1. Helga S. Snorradóttir

61.1.2. https://spark.adobe.com/make/video-maker/

62. Ultimate Guitar

62.1. Fyrir tónlistarkennara. Heimasíða sem er stærsta samansafn af því hvernig á að spila lög á netinu. Hægt að spila með á ýmsum hraða. Hentar líka fyrir fleiri hljóðfæri.

62.1.1. Þórður Hermannsson