1. Falskar minningar
1.1. Minningar sem við trúum 100% að við höfum upplifað, en í rauninni gerðist ekki.
1.2. Elizabeth Loftus tók fram tilraun um falskar minningar. Það var tekið nokkra manns í viðtal og talað um á ítarlegu máli að viðtalandinn hafi verið að tala við mömmu þeirra eða einhvern sem þau treysta og útskýrt hvernig þau hafi týnst í mollinu þegar þau voru 5-6 ára. Þau plöntuðu inn ítarlegum upplýsingum eins og "þetta var á miðvikudegi og þú varst hjá dýrabúðinni, þú varst há grátandi þegar konan fann þig". Þetta bjó til falska minningu hjá einstaklingnum vegna þess að þau halda að þessar upplýsingar koma frá einhverjum sem þau treysta þannig þetta hlýtur að vera rétt? Rangt. 25% einstaklingana trúðu þessum upplýsingum og bjuggu til falska minningu. Sumir fóru meira að segja það langt að ná að útskýra hvernig manneskjan sem fann þau litu út og hverju þau klæddust.
2. Áhrif orðun spurninga
2.1. Hvernig orðin sem við kjósum að nota við vitnisburð getur haft áhrif á minnið þeirra og búið til falska minningu.
2.2. Segjum að þú værir vitni að óalvarlegu bílslysi. Bíllinn rakst lauslega á annan bíl og enginn slasaðist. Ef ég myndi svo koma að þér og spurja þig "Hvað heldur þú að bíllinn sem klessti á hinn bílinn var að fara hratt?" það væru miklar líkur að þú myndir segja hraða sem er miklu hærri en hraðinn sem hann var raunvörulega á. Ástæðan fyrir því er út af orðalaginu sem ég notaði; "klessti á" í staðinn fyrir "rakst á". Þetta dæmi var notað í rannsókn og flestir sem fengu misnotað orðalag í vitnisburðinum, svöruðu að hraðinn á bílnum hafi verið miklu hærri en hann var í raun.
3. Skapandi minni
3.1. Skapandi minni vísar til þess hvernig minningar eru ekki endilega nákvæmar endurspeglanir af fortíðinni, heldur virkt ferli þar sem heilinn endurskapar minningar byggðar á tiltækum upplýsingum, væntingum, túlkunum og fyrri reynslum með að fylla í eyðurnar.
3.2. Í rannsóknum á vitnisburði eftir t.d. Elizabeth Loftus hefur verið sýnt fram á að þegar fólk rifjar upp atburði, svo sem glæpsamlega atburði, getur það fyllt í eyður með upplýsingum sem það hefur fengið eftir atburðinn eða vegna áhrifa frá spurningum lögreglu (leiðandi spurningar). Þetta getur skapað minningar um atburði sem gerðist ekki nákvæmlega eins og vitnið man þá.
4. Drekinn, Mandlan og Lyktarklumban í heilanum
4.1. Drekinn hjalpar okkur að festa minningu. Einnig hjálpar hann með rýmisskynjun. Án drekans gætum við líklega ekki munað neitt.
4.2. Mandlan sér til um óttann okkar. T.d. ef við erum hrædd við hæðir, pöddur, eða höfum innilokunarkennd, þá er það mandlan sem skynjar að þessar aðstæður eru mögulega hættulegar og reynir að bjarga okkur frá þeim með því að gefa okkur ótta fyrir þeim.
5. Leifturminni
5.1. Skýr og yfirleitt óhugnaleg minning sem varir í langan tíma, um atburð sem við upplifum vera mjög mikilvægur, óvæntur og tilfinningaþrunginn.
6. Minnisaðferðir
6.1. Rannsóknir sína að besta leið til að festa glósur í minni er að handskrifa með blað og blýant. Það er vegna þess að þegar við skrifum þá er heilinn að skapa frekar en þegar við ítum á takka á lyklaborði þá er heilinn á autopilot og er ekki eins mikið að pæla í það sem við erum að gera.
6.2. Hugarkort eins og þetta er líka mjög góð leið til að festa upplýsingar í LTM. Hugarkort hjálpar þér að skipuleggja og setja í samhengi auk þess að fá betra yfirsýn að efninu.
7. Þrjú þrep minnis
7.1. Umskráning
7.1.1. Þegar unnið er úr áreiti sem gerist í kringum okkur og ákveðið hvaða minniskerfi það áreiti á heima í.
7.2. Geymd
7.2.1. Þar sem upplýsingar eru geymdar í minninu.
7.3. Endurheimt
7.3.1. Endurheimt fer í gang þegar við sækjum upplýsingarnar/minningarnar aftur.
8. Þrjú minniskerfi
8.1. Skynminni (SM)
8.1.1. Dulvitað minni af því áreiti gerist í kringum okkur. SM er styðsta minnið okkar og varir bara í 1/4-3 sekúndur.
8.2. Skammtímaminni (STM)
8.2.1. Þar sem upplýsingar og áreiti er meðvitað en varir bara í 1-18 sekúndur. Oft er talað um töfratöluna 7 í STM og það er af því að STM nær bara að geyma 7 atriði plús/mínus 2 atriði (5-9 atriði).
8.2.2. Knippi auðveldar meðhöndlun mikilla upplýsinga í skammtímaminninu með því að breyta mörgum einstökum einingum í stærri, þýðingarmeiri einingar sem heilinn getur auðveldlega unnið með.
8.2.2.1. Dæmi: ef þú þarft að muna fæðingardag einhvers, t.d. 17052003, gætirðu brotið það upp í tvö knippi: 17/05 og 2003, sem táknar dagsetninguna á mun auðveldari hátt en að muna allar átta tölurnar saman.
8.3. Langtímaminni (LTM)
8.3.1. Geymir allar helstu og eftirminnalegustu minningarnar okkar sem geymast alla ævi okkar. Til eru þrjár tegundir minnis í LTM:
8.3.1.1. Aðgerðaminni
8.3.1.1.1. Minningin þín um allt sem þú kannt sem hegðun og framkvæmd; að læra að hjóla, læra á hljóðfæri, slá inn texta á lyklaborði.
8.3.1.2. Merkingarminni
8.3.1.2.1. Almenn þekking á heiminum; að vita að Reykjavik er höfuðborg Íslands, að kunna margföldunartöfluna, að kunna á klukku.
8.3.1.3. Atburðaminni
8.3.1.3.1. Geymir persónulegar minningar um atburði og reynslur; að muna eftir fyrsta skóladeginum, að muna eftir útlandsferð, að muna eftir að hafa fengið bílprófið.
8.4. Gleymska í LTM
8.4.1. Minning er talin gleymd þegar heilinn hefur ekki neina vísbendi til að gefa okkur svo að við náum að nálgast þekkingaratriðið.