1. Leikskólar
1.1. Greinar og skýrslur
1.1.1. Kristín Norðdahl og Svala Jónsdóttir. (2005). Notkun upplýsinga- og samskiptatækni í sex leikskólum. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
1.1.1.1. Í þessari rannsókn var athugað hvernig sex leikskólar unnu í tengslum við UST. Allir höfðu leikskólarnir sýnt því áhuga að vinna með tölvur og eru þeir frumkvöðlar á því sviði. Markmið rannsóknarinnar var að safna saman upplýsingum ugm starfsemi leikskólanna til að fá innsýn í hvernig unnið hefur verið með UST hér á landi.
1.1.2. Anna Magnea Hreinsdóttir. (2004). ,,Tóti var einn í tölvulandi, á tölvuspilið var snjall" - Athugun á tölvunotkun leikskólabarna. Netla.
1.1.2.1. Í greininni segir frá rannsókn höfundar á tölvunotkun í leikskólastarfi. Leitað var svara við þeim spurningum hvernig tölvunotkun barna væri háttað í leikskólum, hvernig hún félli að hugmyndafræði leikskóla og hvernig starfsfólk væri í stakk búið til að innleiða þessa nýjung í skólastarfið. Niðurstöður benda til fremur jákvæðrar afstöðu starfsfólks og mikillar ánægju barnanna af leik við tölvuna.
2. Grunnskólar
2.1. Greinar og skýrslur
2.1.1. Allyson Macdonald, Torfi Hjartarson og Þuríður Jóhannsdóttir. (2005). Upplýsinga- og samskiptatækni í starfi grunnskóla: Af sjónarhóli skólastjórnenda og tölvuumsjónarmanna. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
2.1.1.1. Skýrsla þessi er fyrri hluti af rannsókn þar sem skoðaðir voru 18 grunnskólar og svaraðar spurningarnar: Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir skóla sem stofnanir? Og hvað notkun UST hefur í för með sér kennara og fyrir kennslu? Þetta var gert vegna aðalnámskrá grunnskóla sem var samþykkt 1999 lagði áherslu á að nota upplýsingatækni í öllum námsgreinum í grunnskólum. Helstu niðurstöður voru þær að stjórnendur voru almennt ánægðir með þessa stefnu en hjá kennurum vantaði töluvert upp á færni þeirra.
2.1.2. Sigríður Einarsdóttir og Auður B. Kristinsdóttir. (2006). Svona gera sumir: Upplýsinga- og samskiptatækni í námi nemenda með sérþarfir. Af sjónarhóli kennara í sex grunnskólum. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.
2.1.2.1. Þessi rannsókn var hluti af rannsóknarverkefninu NámUST sem er rannsókn á notkun UST í íslenskum skólum. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig upplýsinga- og samskiptatækni væri notuð með nemendum með sérkennsluþarfir á grunnskólastigi. Meginrannsóknarspurningin sem unnið var út frá var þessi: Hvað hefur notkun UST í för með sér fyrir nám nemenda með sérkennsluþarfir? Niðurstöðurnar voru svipaðar og í annarri rannsókn þ.e. tölvur reyndust mest vera notaðar sem tilbreyting og námshvati.
2.1.3. Þuríður Jóhannsdóttir og Kristín Guðmundsdóttir. (2005). Væntingar og veruleiki: notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í nokkrum grunnskólum á Íslandi haustið 2003. Netla.
2.1.3.1. Í þessari grein voru kennaranemar í fjarnámi að gera vettvangsathuganir í kennslustundum þar sem verið var að nota UST og tóku viðtöl við kennara um nýtingu hennar. Í rannsókninni var reynt að greina í hvaða tilgangi og á hvern hátt UST er nýtt til náms og kennslu, hvernig tæknin er notuð og því velt upp hvaða möguleikar upplýsinga- og samskiptatækni eru nýttir eða vannýttir. Í ljós kom að margir kennarar sáu möguleikana sem UST býður upp á en skortur á aðgengi að tölvum var helsta hindrunin fyrir meiri nýtingu þeirra.
2.1.4. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Sóley Valdimarsdóttir og Matthías Þorvaldsson. (2005). Fræðslumiðstöð Reykjavíkur - tölvunotkun í grunnskólum: Febrúar - apríl 2005. Reykjavík: IMG Gallup.
2.1.4.1. Vettvangskönnun á vegum Gallup árið 2005 þar sem markmiðið var að skoða þessar fimm spurningar: Í hvaða námsgreinum nota nemendur tölvur? Hvernig er fyrirkomulag á kennslu í tölvunotkun og upplýsingamennt? Hvernig nota kennarar og nemendur tölvur? Hver eru viðhorf nemenda til tölvunotkunar? Hver eru viðhorf kennara til tölvunotkunar? Í ljós kom að frekar fátítt var að tölvur væri notaðar í kennslustofunum.
2.2. Doktors- og meistaraprófsritgerðir
2.2.1. Manfred Lemke. (2005). Færni íslenskra gunnskólakennara á sviði UST. Niðurstöður greiningar á árunum 2001 til 2002. Óbirt M.Ed. ritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík.
2.2.1.1. Tilgangur rannsóknarverkefnisins var að skoða tölvufærni grunnskólakennara. Færnin var skoðuð með tilliti til ýmissa bakgrunnsþátta. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndur að karlar telja sig færari en konur á öllum sviðum tölvunotkunar. Einnig telja yngri þátttakendur sig færari en þeir eldri.
2.2.2. Bryndís Ásta Böðvarsdóttir. (2010. Mentor í grunnskólum: þróun og innleiðing á Námsframvindu, nýrri einingu til að efla faglegt starf kennara. Óbirt meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.
2.2.2.1. Markmiðið var að skoða notkun á Mentor og fylgjast með notkun og innleiðingu á Námsframvindu, nýrri einingu í Mentor sem ætlað er að efla faglegt starf kennara og styrkja einstklingsmiðað nám. Grunnur að rannsókninni voru fræði um einstaklingsmiðað nám þar sem kennarar reyna að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda. Almennt viðhorf til Mentors var skoðað en aðallega horft á viðbrögð og væntingar gagnvart Námsframvindunni.
2.2.3. Brynhildur Anna Ragnarsdóttir. (2002). Netnám og nemendasjálfstæði. Óbirt meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 31.maí 2005.
2.2.3.1. Þessi ritgerð er um sjálfstæði nemenda í skólum tengt tölvunámi og færni. Niðurstaðan í þessari grein segir að nemandi hafi litla sjálfsstjórn á sinni tölvunotkun því það er alltaf í höndum kennaransað ákveða hvenær og hversu mikil tölvunotkun er hjá nemendum.
2.2.4. Agla Snorradóttir. (2010). Átthagafræði Bláskógabyggðar: innleiðing upplýsingatækni og miðlunar í grunnskóla með umfjöllun um átthaga nemenda að leiðarljósi. Óbirt meistaraprófsritgerð. Háskóli Íslands, Reykjavík.
2.2.4.1. Verkefnið var hugsað til þess að koma á kennslu og notkun í UST og miðlun, einkum í Grunnskóla Bláskógabyggðar. Verkefnið byggir líka á hugmynsum um fullorðinsfræðslu og hvaða leiðir eru færar til að hvetja kennara til að efla færni sína í UST og innleiða hana í grunnskólakerfið. Markmið verkefnisins var annars vegar að fá nemendur til að nota UST til að búa til og setja á Netið ýmiss konar efni um átthagana.
2.2.5. Aðalbjörg María Ólafsdóttir. (2007). Tæknin má ekki yfirtaka handverkið: Notkun tölvu- og upplýsingatækni í kennslu sex myndlistarkennara í grunnskólum. Óbirt meistaraprófsritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík.
2.2.5.1. Rannsóknin byggir á viðtölum við myndlistarkennara sem nota tæknina á einhvern hátt í starfi. Í niðurstöðum kom fram að þeir nota tæknina aðallega til undirbúnings kennslu og við innlagnir í upphafi kennslustunda. Nemendur nota tæknina takmarkað í sínu námi í kennslustofunni. Kennarar telja m.a. skort á tækjum hefta innleiðingu tækninnar í myndlistarkennslu.
3. Framhalds- og menntaskólar
3.1. Greinar og skýrslur
3.1.1. Ásrún Matthíasdóttir og Unnar Hermannsson. (2003). Úttekt á fjarkennslu við Verkmenntaskólann á Akureyri 2001-2003. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
3.1.1.1. Þessi úttekt var unnin fyrir Menntamálaráðuneytið árin 2001 til 2003, það helsta sem verið var að skoða í VMA var: Skipulag fjarnámsins, brottfall fjarnema, innritun til fjarnáms og rafrænt námsefni. Það þótti góður kostur að geta boðið upp á fjarnám og er skipulagið í góðum og föstum skorðum hjá þeim. Viðhorfið til fjarnámsins er gott en skipa þarf skýrari reglur varðandi fjarnám og bæta fjarnám inn í aðalnásmkrá framhaldskólanna voru helstu niðurstöður rannsóknarinnar.
3.1.2. Ásrún Matthíasdóttir og Unnar Hermannsson. (2003). Úttekt á fjarkennslu við Fjölbrautaskólann við Ármúla 2001-2003. Reykjavík: Menntamálaráðuneytið.
3.1.2.1. Þessi úttekt var unnin fyrir Menntamálaráðuneytið árin 2001 til 2003, það helsta sem verið var að skoða í FÁ var: Skipulag fjarnámsins, möguleikar netsins, aðsóknina og brottfall fjarnema. Það þótti góður kostur að geta boðið upp á fjarnám til að auka jafnrétti og virtist hvetja ungt fólk til að fara í nám, mikil aðsókn. En það neikvæða var að brottfall fjarnema var töluvert mikið.
3.1.3. Gerður Guðmundsdóttir. (2004). “Það er eftir að byggja brú”: af viðhorfum enskukennara til tölvu- og upplýsingatækni. Netla – veftímarit um uppeldi og menntun, 3(2). Sótt 7. nóvember 2008.
3.1.3.1. Í þessari rannsókn talar Gerður við þrjá enskukennara um viðhorf þeirra til UST og reynslu þeirra af notkun tækninnar í kennslu þeirra. Kennararnir viðurkenndu það að mesta tölvunotkunin fór í undirbúning auk þess sem námsmat breyttist ekkert og áhugi nemenda jókst ekkert með aukinni tölvunotkun.
3.1.4. Sigurður Fjalar Jónsson. (2009). Opnar lausnir – Frjáls og opinn hugbúnaður í skólastarfi. Sótt 9. október 2010.
3.1.4.1. Í þessari grein fjallar Sigurður um opin hugbúnað og hvernig opin hugbúnaður sé í skólakerfinu. Það sem kemur fram er að opin hugbúnaður er mjög lítið notaður innan skólakerfisins. Einnig vekur athygli á því að það er mjög lítð kennt á opin hugbúnað innan skólakerfisins.
3.1.5. Harpa Hreinsdóttir. (2003). Að bakka út úr tölvubyltingunni, kenna vel og halda sönsum. Skólavarðan, 3-(5-7).
3.1.5.1. Harpa lýsir upplifun sinni á því að kenna í ,,dreifikennslu" og vinnuálaginu sem því fylgir. Hún reifar efasemdir sínar um að nemendur læri mikið á netverkefnum og telur að áhrifaríkast sé að nota ,,kjaftinn og krítina". Hún ráðleggur kennurum að íhuga hvort notkun UST sé líkleg til að skila meiri árangri í námi en hefðbundin kennsla og í hvaða tilgangi kennarar noti þessa tækni í kennslu sinni.
3.2. Doktors- og meistaraprófsritgerðir
3.2.1. Ívar Rafn Jónsson. (2010). „Sá ekki glampann í augunum, bara (fingra)setninguna“: starfendarannsókn framhaldsskólakennara á fjarkennslu. Óbirt meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík.
3.2.1.1. Ritgerð þessi fjallar um eigin reynslu Ívars. Hann hafði fengið mikinn áhuga á að kenna og þá sérstaklega að sjá í augum krakkana þegar þau skyldu það sem hann var að kenna þeim. En þegar hann fór að kenna í fjarnámi þá var nálægðin horfin. Hann lærði þá að meta aðra hluti eins og sjálfstraust og félagstengsl nemanda sem hægt var að bæta með umræðutímum á netinu.
3.2.2. Sólveig Friðriksdóttir. (2008).Upplýsingamennt er máttur : færni nemenda á sviði upplýsingatækni að eigin mati á fyrstu árum í framhaldsskóla. Óbirt M.Ed. ritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 17. desember 2008
3.2.2.1. Þessi ritgerð fjallar um hvernig framhaldskólanemar meta tölvufærni sína. Einnig kemur fram að það þyrfti að samræma tölvukennslu í grunnskólum því þegarr nemendur eru komnir í framhaldskóla er mikill munur á kunnáttu þeirra.
3.2.3. Ingibjörg S. Helgadóttir. (2010). „Þetta er náttúrulega heimur nemendanna …“: upplýsingatækni og miðlun í kennslu – notkun og viðhorf dönskukennara í framhaldsskólum. Óbirt meistaraprófsritgerð, Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 25. júní 2010
3.2.3.1. Þessi ritgerð fjallar um viðhorf dönskukennara til notkun upplýsingartækninar og miðlunar í dönskukennslu. Ingibjörg segir að dönsku kennarar séu opnir fyrir notkun upplýsingartækni í kennslu en finnst einnig að námsefnið sem hægt sé að nota til dönskukennslu með upplýsingartækni sé af skornum skammti.
4. Háskólar
4.1. Greinar og skýrslur
4.1.1. Auður Kristinsdóttir, Ásrún Matthíasdóttir og M. Allyson Macdonald. (2001). Úttekt á fjarkennslu við Kennaraháskóla Íslands. Reykjavík: Rannsóknarstofnun KHÍ.
4.1.1.1. Rannsóknarstofnun Kennaraháskólans var falið að undirbúa úttekt á fjarkennslu Kennaraháskólans með það að markmiði að lýsa þróun fjarnáms við KHÍ skólaárin 1999-2000 og 200-2001. Ennfremur til að meta stöðu fjarnáms og forsendur fyrir frekari þróun. Í ljós kom að margir kennarar við skólann telja að markmið kennaranámsins náist ekki í fjarnámi og því bent á mikilvægi þess að skoða betur veikleika fjarnámsins.
4.1.2. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir. (2006). Fjarnám erlendis: skipulag fjarnáms á háskólastigi í Frakklandi, Kanada, Skotlandi og Svíþjóð Akureyri: Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri.
4.1.2.1. Í þessari skýrslu er verið að bera saman fjarkennslu milli Íslands annars vegar og svo Frakkland, Kanada, Skotland og Svíþjóðar hins vegar. Allar þessar þjóðir sjá samvinnu fjarnáms til framdráttar og hafa myndað samstarf. Hins vegar er skipulag og fjarmagn ólíkt enda ólíkt hvernig háskólastigið er fjármagnað í þessum löndum, samanber einkaskólar í Kanada og Skotlandi.
4.1.3. Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Erla Þrándardóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Ögmundur Knútsson. (2007). Fjarnám við íslenska háskóla: úttekt og stöðugreining. Akureyri: Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri
4.1.3.1. Þar sem mikil aukning á framboði til fjarnáms hafði verið á árunum á undan þá var þessi skýrsla gerð fyrir Menntamálaráðuneytið til að kanna og greina uppbyggingu, skipulag og framboð fjarkennslu á háskólastigi í landinu. Eins og við mátti búast þá er uppbygging og skipulag mismunandi eftir háskólum og jafnvel mismunandi milli deilda í sömu háskólunum.
4.2. Doktors- og meistaraprófsritgerðir
4.2.1. Anna Ólafsdóttir. (2003). Mat á notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu í Háskólanum á Akureyri. Óbirt meistaraprófsritgerð, KHÍ, Reykjavík. Sótt 24. október 2008
4.2.1.1. Í þessari ritgerð eru tveir þættir um upplýsingarþættir skoðaðir notkun UST í þróun skólans og síðan notkun UST við nám og tenging UST við fjarnema skólans. Nemendur og kennarar telja að UST bjóði upp á marga góða möguleika í námi og kennslu.
4.2.2. Kristín Guðmundsdóttir. (2003). Námsstíll nokkurra fjarnemenda sem stunda nám á háskólastigi. Óbirt M.Ed., KHÍ, Reykjavík
4.2.2.1. Í þessari ritgerð eru skoðaðir námshættir hjá fjarnemum í KHÍ. Fjarnemar eru í fjarnámi sökum utanaðkomandi aðstæðna og hafa auka skildum að gegna en gera nám sitt vegna áhuga og vinnubrögð þeirra einkennast af ábyrgð og sjálfsstjórn.
5. Almenn kennsla, ráðstefnur og námskeið
5.1. Greinar og skýrslur
5.1.1. Anna Ólafsdóttir, Sigurlína Davíðsdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2006). Evrópuverkefnið CEEWIT: Þróun og mat á tölvunámi fyrir langsbyggðarkonur. Netla - veftímarit um uppeldi og menntun.
5.1.1.1. CEEWIT stendur fyrir Communication, Education and Employment for Women through Information Technology. Markmiðið er að þróar aðferðir sniðnar að þörfum kvenna á landsbyggðinni til að auka þekkingu þeirra og færni í tölvunotkun. Mikil ánægja bæði hjá konunum og kennurum var með þetta námskeið og mikill áhugi var á öllum stöðum þar sem það fór fram. Viðtal sem tekið var við þátttakendur fjórum árum seinna leiddi í ljós að árangur hafði borist af námskeiðinu og voru konurnar ennþá ánægðar með þá kennslu sem þær fengu.
5.2. Doktors- og meistaraprófsritgerðir
5.2.1. Kristín Runólfsdóttir. (2008). Tölvunotkun og -færni eldra fólks: virk þátttaka í samfélaginu. Óbirt meistaraprófsritgerð, Kennaraháskóli Íslands, Reykjavík. Sótt 24.október 2008
5.2.1.1. Í þessari ritgerð er fjallað um tölvufærni eldra fólks. Rannsóknin felur í sér annars vegar skoðun á breytingum innan samfélagsins og hins vegar notkun og nám eldra fólks á tölvum.