Quarterly Review of Distance Education

Get Started. It's Free
or sign up with your email address
Quarterly Review of Distance Education by Mind Map: Quarterly Review of Distance Education

1. Bandarískt tímarit

2. Fyrsta útgáfa 2002 og kemur út fjórum sinnum á ári

3. Ritrýndar greinar, rannsóknir, umfjöllun og annað efni.

4. Rauði þráður blaðsins er fjarkennsla en efnið sem tengist því er fjölbreytt. Áherslur fyrri árganga eru m.a áhrif fjarkennslu á menningu, hvernig á að auka jákvæðni nemenda í garð stórra netnámskeiða og hvernig háskólakennarar geta þróað með sér góða kennsluhæfni í fjarkennslu.

5. 60 útgefin blöð

6. Kostir blaðsins: Blaðið er mjög vandað. Allar greinarnar virðast vera áhugaverðar og koma með góða punkta sem geta haft áhrif á fjarkennslu. Auk þess er efnið sérstaklega valið með kröfum um gæði og því er hægt að fullyrða að efnislega er blaðið mjög fullkomið.

7. Greinar blaðsins fjalla m.a. um nemendur í fjarnámi og meðal þess sem skoðað er eru upplifanir, árangur og hugsanir nemenda í fjarnámi. Síðustu greinar fjalla meðal annars um glósuhefðir nema í netfjarnámi, hvað leiðbeinendur í fjarnámi geta gert til þess að stuðla að djúpu hugsanaflæði í netsamræðum og einnig eru rannsóknir sem skoða áhrif menningar á fjarnám.

8. Gallar blaðsins: Okkur fannst blaðið oft dálítið þungt. Textinn er erfiður og hönnun blaðsins er gamaldags. Þessir tveir þættir hafa áhrif á áhuga okkar á blaðinu. Að okkar mati mætti brjóta blaðið betur upp með myndrænum útskýringum, upplýsingatexta um greinina og að efnið væri dregið saman í lokin (e. highlights)